
Alexia Putellas, leikmaður Barcelona á Spáni, er með hæstu einkunn allra leikmanna í tölvuleiknum FIFA 23 sem er framleiddur af kanadíska tölvuleikjaframleiðandanum EA Sports.
FIFA 23 kemur í verslanir í lok mánaðarins og hefur framleiðandinn verið að birta einkunnir leikmanna í karlaboltanum og nú er komið að kvennaboltanum.
Það vekur sérstaka athygli að Putellas, besta fótboltakona heims, er með hæstu einkunn allra leikmanna í leiknum. Hún fær 92 í einkunn sem er meira en Erling Braut Haaland, Kylian Mbappe, Cristiano Ronaldo, Lionel Messi og Robert Lewandowski.
Sam Kerr, sem er á mála hjá Chelsea, er með 91 í einkunn eins og Wendy Renard og Ada Hegerberg.
Hér fyrir neðan má sjá mynd af leikmönnum með hæstu einkunn.
Women's club football is coming to #FIFA23 and with it, here are the #FIFARatings for the top players: https://t.co/Q6cOkhTsJA pic.twitter.com/AhGXhO1Tw3
— EA SPORTS FIFA (@EASPORTSFIFA) September 23, 2022
Athugasemdir