Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
banner
   fim 23. október 2014 14:00
Böðvar Böðvarsson
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
„Þú ert með viðbjóðslega hárgreiðslu fagginn þinn"
Böðvar Böðvarsson
Böðvar Böðvarsson
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Þegar ég frétti af þeirri ákvörðun að ég ætti að skrifa þennan pistill, færðist yfir mig kvíði og óþægindi. Að hluta til útaf því ég átti eftir að skila úrdrætti úr 250 bls bók sem ég hafði ekki lesið stakt orð í áfanga sem eg er að taka í annað skipti, eða vegna þess að Brynjar Ásgeir Guðmundsson kollegi minn sem átti að hjálpa mér við gerð pistilins sendi mér á facebook að hann væri í Bandaríkjunum hjá foreldrum sínum og væri ekki með tölvu. Flottur strákur hann Brynjar.

Tímabilið byrjaði að venju um miðjan nóvember og voru menn ferskir og flottir. Undirbúningstímabilið gekk ágætlega, lentum í 2. sæti Fótbolta.net mótsins og unnum Lengjubikarinn. Einnig héldum við af landi brott og skelltum okkur til Portúgals í febrúarmánuði til þess að taka þátt í móti sem kallast Atlantic Cup. Í Portúgal dvöldum við í 10 daga og nætur og öttum kappi við 3 lið en þar báru hæst rússnensku frændur mínir í Spartak Moskvu. Á meðan á mótinu stóð dvöldum við á sveitahóteli sem var 50 evrum í leigubíl frá siðmenningu. Fyrir mann eins og mig með virkilega low budget var
þetta ekki möguleiki oftar enn einu sinni.

Í Portúgal lærðum við þrennt
1. Portúgal er jafn óspennandi í febrúar og Mýrdalssandur
2. 5 stjörnu hótel er í rauninni bara stjörnur á blaði
3. Matur er gríðarlega vítt hugtak

Þegar heim var komið var komið var ekki eftir neinu að bíða heldur en að hefja tímabilið að alvöru. Við byrjuðum mótið vel og byrjuðum að sanka að okkur stigum.

Evrópukeppnin kom fljúgandi og fengum við grjótharða Norður Íra sem við slógum út nokkuð sannfærandi. Við tóku léttleikandi Hvít Rússar og þar úti var allt til fyrirmyndar þannig þessi fulla ferðataska sem ég tók með mér af mat þökk sé Guðlaugi Baldurssyni aðstoðarþjálfara og lífsspekúlant var með öllu óþörf. Þar náðum við í jafntefli eftir frábært mark atvinnumannsins Kristjáns Gauta og sigldum við svo seinni leiknum heim eftir að Atlarnir tveir skoruðu sitthvort markið. Næst fengum við lið Elfsborg frá Svíþjóð sem slógu okkur út eftir hetjulega baráttu okkar.

Deildin hélt áfram og úr varð tveggja liða barátta sem var að úrslitarimmu á besta heimavelli landsins Kaplakrikavelli. Umgjörðin fyrir þennan leik var til fyrirmyndar, uppselt var á leikinn og 6500 stuðningsmenn létu sjá sig. Þar sem ég er 7 ára get ég ekki fullyrt það en þetta hlýtur að vera mesta stemming sem sést hefur á íslenskum knattpsyrnuleik. Mér hefur alltaf fundist vanta smá Breta í stuðningsmenn á Íslandi þar sem menn svívirða andstæðinginn og fékk ég draum minn uppfylltan þegar meðlimir Silfurskeiðarinnar öskruðu á eftir mér: ,,Þú ert með viðbjóðslega hárgreiðslu fagginn þinn'!'. Svona á þetta að vera. Þó að úrslitin hafi ekki verið eins og á var kosið var þetta magnaður fótboltaleikur, en þetta féll svo sannarlega ekki með okkur.

Fyrir tímabilið misstum við marga frábæra menn, Freysa og Daða sem eru reynsluboltar af dýrari gerðinni og steikurnar Bjössa og Guðmann. Nýjir menn komu á svæðið sem höfðu allir eitthvað til brunns að bera.

Bandaríkjamaðurinn Sean er einhver rólegasta manneskja sem lifað hefur. Englendingurinn Sam Hewson mætti á svæðið 33 kílóum of þungur og 42% fita en betri sál er ekki hægt að finna. Malímaðurinn Kassim kom til sögunnar og á milli þess sem hann var ekki að hóta að drepa mann og annan fyrir að gefa ekki á hann eða að ekki var þvegið æfingafötin hans þá talaði hann frönsku við Belgann Jonathan sem hlýtur að vera eitthvað leiðinlegasta tungumál sem er til. Þó að Jonathan hlæji stundum eins og hann sé mús að leita matar þá eru þetta báðir toppmenn sem eiga ekkert nema hrós skilið.

Lenny mætti eiginlega í andstæðu formi miðað við Hewsy, 3% fita vel köttaður og ekki hræddur við að sýna það. Svo á einhvern hátt tókst honum að koma limnum á sér í fjölmiðla, en ég er ekki hér til að dæma. Toppmaður. Stjáni Finnboga kom inn í hópinn nógu gamall til þess að vera faðir minn, 43 ára og ferskur. Orðið reynsla ætti að vera miðað við þann mann, smellpassaði inn í hópinn og var duglegur að gefa af sér, hvort sem það var í formi gríns eða ráðleggingum.

Þótt að tímabilið hafi ekki endað sem skildi er framtíðin björt fyrir FH, stór framtíðarmarkmið og mikill metnaður innan félagsins, frábært fólk sem vinnur í kringum liðið á öllum vígstöðum og viljum við þakka fyrir þann stuðning sem við fengum á nýliðnu tímabili og vonandi heldur hann áfram að aukast með hverju árinu.

Áfram FH!
Böðvar Böðvarsson #21

Sjá einnig:
115 ár just can't get enough - KR
Lækur gleðitára rennur um Fossvogsdal - Víkingur R.
Evrópski draumurinn - Valur
Heilsteypti Árbærinn- Fylkir
Jafnteflasumarið - Breiðablik
Ísöld - Keflavík
Brekkan - Fjölnir
Vonbrigði - ÍBV
Fall er fararheill - Fram
Skítarákir upp eftir allri dollunni - Þór
Athugasemdir
banner
banner
banner