Trent áfram hjá Real Madrid - Arsenal á eftir Alvarez - Bayern og Liverpool berjast um Diomande
banner
   lau 24. janúar 2026 22:27
Ívan Guðjón Baldursson
Slot: Uppbótartíminn var of stuttur
Liverpool er í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 36 stig eftir 23 umferðir, 14 stigum á eftir toppliði Arsenal sem á leik til góða á morgun.
Liverpool er í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 36 stig eftir 23 umferðir, 14 stigum á eftir toppliði Arsenal sem á leik til góða á morgun.
Mynd: EPA
Arne Slot þjálfari Liverpool svaraði spurningum eftir dramatískt tap á lokasekúndum uppbótartímans gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Bournemouth komst í tveggja marka forystu í fyrri hálfleik en Englandsmeistararnir náðu að jafna í síðari hálfleik. Sigurmark heimamanna kom svo eftir langt innkast eftir að uppgefinn uppbótartími var nýliðinn.

„Það er mjög sárt að tapa í uppbótartíma eftir að hafa unnið upp tveggja marka forystu. Við vorum með góða stjórn á leiknum nema á stuttum köflum þegar þeir skoruðu mörkin sín. Við vorum líka manni færri eftir meiðsli Joe Gomez sem hjálpaði ekki í öðru markinu. Við áttum ekki skilið að lenda tveimur mörkum undir," sagði Slot.

„Við komumst í mikið af álitlegum stöðum en það vantaði uppá ákvarðanatökuna á lokaþriðjungnum. Við stjórnuðum leiknum líka í seinni hálfleik nema á síðustu 10 mínútunum sem voru mjög kaótískar. Á lokamínútunum sást hversu þreyttir leikmennirnir mínir eru útaf því að þeir eru að spila á þriggja daga fresti."

Slot virtist í uppnámi strax eftir lokaflautið og þaut hann beint að dómarateyminu til að eiga samræður. Mohamed Salah og Virgil van Dijk fóru með honum.

„Ég kvartaði undan uppbótartímanum, hann átti að vera talsvert lengri heldur en fjórar mínútur. Ein aukaspyrna tók tvær til þrjár mínútur og svo var leikurinn stöðvaður útaf VAR-atvikum og það voru gerðar skiptingar á leikmönnum. Þetta átti að vera lengri uppbótartími.

„En þetta skipti í raun ekki máli. Þeir fengu betri færi heldur en við á lokamínútunum áður en þeir skoruðu sigurmarkið eftir langt innkast.

„Við vorum í vandræðum með þá í tíu mínútur í hvorum hálfleik og þeir gerðu vel að nýta færin sín. Niðurstaðan er annað tap fyrir okkur."


Arne Slot and the Liverpool players go up to the officials after the game
byu/playerforlife123 insoccer

Athugasemdir
banner
banner