Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   mán 24. febrúar 2020 23:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aðeins Fabregas og Rooney á undan Alexander-Arnold
Trent Alexander-Arnold lagði upp tvö mörk í kvöld þegar Liverpool vann 3-2 sigur á West Ham.

Alexander-Arnold er gríðarlega hæfileikaríkur og stór hluti af frábærum árangri Liverpool.

Hinn 21 árs gamli Alexander-Arnold hefur núna gefið 25 stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni. Opta tekur það saman að aðeins Cesc Fabregas og Wayne Rooney náðu þessum áfangi yngri en Alexander-Arnold.

Liverpool er aftur komið með 22 stiga forskot á toppi deildarinnar. Liverpool er taplaust og hefur unnið 26 leiki af 27; aðeins tímaspursmál er hvenær Liverpool verður meistari í fyrsta sinn í 30 ár.


Athugasemdir