Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 24. febrúar 2024 22:35
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Howe: Vorum ekki með grundvallaratriðin á hreinu
Mynd: EPA

Eddie Howe stjóri Newcastle var að vonum fyrir vonbrigðum með frammistöðu sinna manna eftir tap liðsins gegn Arsenal í kvöld.


Arsenal var með öll völd á vellinum, sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem Newcastle náði ekki skoti að marki.

„Við vorum ekki líkir okkur sjálfum í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikurinn var miklu betri þangað til þriðja markið kom. Arsenal var mjög gott en ekki við og okkur var refsað. Við vorum slakir í flestum hliðum leiksins, við vorum ekki með grundvallaratriðin á hreinu," sagði Howe.

„Ég þarf að sjá leikinn aftur áður en ég kem með svakalegar yfirlýsingar en við vorum ekki þar sem við þurfum að vera, hvort sem það var sálrænt eða tæknilegt."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner