Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   lau 24. febrúar 2024 18:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ten Hag: Sýndum mikinn karakter
Mynd: Getty Images

Erik ten Hag stjóri Manchester United var ánægður með karakter liðsins í tapi gegn Fulham í dag en svekktur að hafa ekki nýtt tækifærin.


United tókst að jafna eftir að Fulham hafði komist yfir en Alex Iwobi tryggði Fulham sigur með marki seint í uppbótatíma.

„Liðið sýndi mikinn karakter að jafna, við áttum það skilið og reyndum að vinna. Við sýndum stóran karakter, við reyndum að vinna og áttum að nýta tækifærin," sagði Ten Hag.

Luke Shaw og Rasmus Hojlund eru fjarverandi vegna meiðsla en Höjlund hefur verið sjóðandi heitur að undanförnu.

„Með hópinn sem við vorum með í dag hefðum við átt að vinna leikinn. Við byrjuðum hægt í báðum hálfleikum, við hefðum átt að vera klárir frá fyrsta flauti. Það er hægt að gagnrýna það en liðið sýndi mikinn karakter í báðum hálfleikum," sagði Ten Hag.


Athugasemdir
banner
banner
banner