Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   fim 24. apríl 2025 22:27
Stefán Marteinn Ólafsson
Elmar Cogic: Allir góðir hlutir taka tíma
Elmar Kári Enesson Cogic
Elmar Kári Enesson Cogic
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Afturelding tók á móti Víkingum í 3. umferð Bestu deild karla í kvöld við Malbikstöðina að Varmá. 

Sögulegt kvöld fyrir heimamenn í Aftureldingu því þeir unnu sinn fyrsta sigur í efstu deild.


Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  0 Víkingur R.

„Hún er sjúk. Við erum búnir að vera bíða eftir þessu og búnir að reyna tengja saman frammistöður en gekk ekki alveg nógu vel í fyrstu tveimur leikjunum en svo reyndum við að byggja ofan á þetta með góðum frammistöðum og þá kom þetta loksins" sagði Elmar Kári Enesson Cogic aðspurður um hvernig tilfinginin væri að landa fyrsta sigrinum í efstu deild.

„Þeir eru með ógeðslega gott lið og við vissum það fyrir leik. Maggi kom með góða punkta um hvar mögulegir veikleikar eru en þeir eru ógeðslega fáir. Við reyndum að gera það sem við gátum til þess að 'match-a' þá á öllum vígstöðum og mér fannst það takast klárlega" 

„Mér fannst geggjað hvað við vorum alltaf grimmir og aggressívir. Við tókum alltaf fyrsta og annan bolta. Það var eiginlega mikilvægast í dag og skilaði sigrinum" 

Mosfellingar hafa fengið smá gagnrýni fyrir að vera ekki að skora og vera svolítið inni í skel en allur skrekkur virtist horfinn í kvöld.

„Já þetta var alltaf að fara gerast. Þegar þú ert nýr í svona deild þá er allt annað tempó og menn þurfa að venjast. Margir sem hafa ekki spilað í efstu deild. Núna erum við bara að læra inn á þetta og það tekur tíma, eðlilega eins og allt. Allir góðir hlutir taka tíma. Við erum bara að reyna byggja ofan á þetta og við náðum að skila góðri frammistöðu í dag" Sagði Elmar Kári Enesson Cogic. 

Nánar er rætt við Elmar Kára Enesson Cogic í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 14 9 3 2 26 - 14 +12 30
2.    Valur 14 8 3 3 37 - 19 +18 27
3.    Breiðablik 14 8 3 3 26 - 20 +6 27
4.    Fram 14 7 1 6 22 - 18 +4 22
5.    Stjarnan 14 6 3 5 25 - 25 0 21
6.    Vestri 14 6 1 7 13 - 13 0 19
7.    Afturelding 14 5 3 6 17 - 19 -2 18
8.    KR 14 4 4 6 35 - 36 -1 16
9.    FH 14 4 3 7 20 - 20 0 15
10.    ÍBV 14 4 3 7 13 - 21 -8 15
11.    KA 14 4 3 7 14 - 26 -12 15
12.    ÍA 14 4 0 10 15 - 32 -17 12
Athugasemdir
banner
banner