Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðardagur fyrir þær
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
banner
   fim 24. apríl 2025 22:27
Stefán Marteinn Ólafsson
Elmar Cogic: Allir góðir hlutir taka tíma
Elmar Kári Enesson Cogic
Elmar Kári Enesson Cogic
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Afturelding tók á móti Víkingum í 3. umferð Bestu deild karla í kvöld við Malbikstöðina að Varmá. 

Sögulegt kvöld fyrir heimamenn í Aftureldingu því þeir unnu sinn fyrsta sigur í efstu deild.


Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  0 Víkingur R.

„Hún er sjúk. Við erum búnir að vera bíða eftir þessu og búnir að reyna tengja saman frammistöður en gekk ekki alveg nógu vel í fyrstu tveimur leikjunum en svo reyndum við að byggja ofan á þetta með góðum frammistöðum og þá kom þetta loksins" sagði Elmar Kári Enesson Cogic aðspurður um hvernig tilfinginin væri að landa fyrsta sigrinum í efstu deild.

„Þeir eru með ógeðslega gott lið og við vissum það fyrir leik. Maggi kom með góða punkta um hvar mögulegir veikleikar eru en þeir eru ógeðslega fáir. Við reyndum að gera það sem við gátum til þess að 'match-a' þá á öllum vígstöðum og mér fannst það takast klárlega" 

„Mér fannst geggjað hvað við vorum alltaf grimmir og aggressívir. Við tókum alltaf fyrsta og annan bolta. Það var eiginlega mikilvægast í dag og skilaði sigrinum" 

Mosfellingar hafa fengið smá gagnrýni fyrir að vera ekki að skora og vera svolítið inni í skel en allur skrekkur virtist horfinn í kvöld.

„Já þetta var alltaf að fara gerast. Þegar þú ert nýr í svona deild þá er allt annað tempó og menn þurfa að venjast. Margir sem hafa ekki spilað í efstu deild. Núna erum við bara að læra inn á þetta og það tekur tíma, eðlilega eins og allt. Allir góðir hlutir taka tíma. Við erum bara að reyna byggja ofan á þetta og við náðum að skila góðri frammistöðu í dag" Sagði Elmar Kári Enesson Cogic. 

Nánar er rætt við Elmar Kára Enesson Cogic í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 12 6 4 47 - 27 +20 42
2.    Valur 22 12 4 6 53 - 35 +18 40
3.    Stjarnan 22 12 4 6 43 - 35 +8 40
4.    Breiðablik 22 9 7 6 37 - 35 +2 34
5.    FH 22 8 6 8 41 - 35 +6 30
6.    Fram 22 8 5 9 32 - 31 +1 29
7.    ÍBV 22 8 5 9 24 - 28 -4 29
8.    KA 22 8 5 9 29 - 39 -10 29
9.    Vestri 22 8 3 11 23 - 28 -5 27
10.    KR 22 6 6 10 42 - 51 -9 24
11.    ÍA 22 7 1 14 26 - 43 -17 22
12.    Afturelding 22 5 6 11 29 - 39 -10 21
Athugasemdir
banner