Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 24. maí 2020 21:20
Brynjar Ingi Erluson
Klopp og Werner hafa tekið nokkra fjarfundi
Timo Werner
Timo Werner
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool á Englandi, hefur fundað með Timo Werner, framherja RB Leipzig í Þýskalandi en Raphael Honigstein hjá The Athletic greinir frá þessu.

Liverpool hefur sýnt Werner mikinn áhuga en leikmaðurinn er með 52 milljón punda klásúlu í samningnum og er talið að enska félagið ætli sér að ganga frá kaupunum á næstu vikum.

Werner skoraði þrennu í dag er Leipzig vann Mainz 5-0 en hann hefur verið einn heitasti leikmaðurinn í Þýskalandi síðustu árin og er leikmaðurinn tilbúinn í næsta skref.

Honigstein segir að Klopp hafi nú þegar rætt við Werner en þeir hafi tekið fjarfund í gegnum netið.

Honigstein telur afar líklegt að Liverpool kaupi Werner þrátt fyrir áhrif kórónuveirunnar.

„Ég held að Liverpool er að hika við að ganga frá þessu því það er enn óvíst hversu mikil áhrif veiran hefur á fjárhaginn. Werner er bara að bíða eftir að ástandið batni og þá gæti félagaskiptaglugginn færst aðeins. Svona kaup eru vanalega tilkynnt í apríl eða maí en núna gæti það breyst yfir í ágúst eða september. Það eru samt mjög góðar líkur á að hann endi hjá Liverpool," sagði Honigstein.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner