Chelsea hefur áhuga á Openda - Arsenal vill Onana - Chelsea hafnar tilboði Atletico
Fagnaði langþráðum sigri ÍA gegn KR - „Fékk afbrigði af Covid sem enginn hefur fengið"
Ingvar Jóns skilur ekkert: Hugsaði aldrei að hann myndi dæma víti
Arnar Gunnlaugs fámáll - „Umræðan um Víking er orðin fáranleg“
Arnar Grétars: Mér fannst við miklu betri í dag
Gylfi: Ingvar reyndi að taka mig á taugum
Þorsteinn Aron: Ömurlegir í fyrri og alvöru karakter að koma til baka
Viktor Jóns: Loksins að sýna hvað ég get
Rúnar Kristins: Auðveldara að sækja gegn vindinum en með
Jón Þór: Fyllilega verðskuldað og rúmlega það
Emil Atla: Ánægður með árásargirnina hjá okkar liði
Heimir: Varnarleikur liðsins er bara ekki nógu góður
Jökull: Hann tók þetta í sínar eigin hendur
Ómar Ingi: Við þurftum að fara út og gera bara eitthvað
Gregg Ryder: Ég þigg þá hjálp sem Óskar hefur að bjóða
Ólafur Kristófer átti nokkrar úrslitavörslur: Gekk vel hjá mér í dag
Davíð segir sterku röddina oft vera ástæðuna fyrir spjöldum
Rúnar Páll: Settum þetta upp eins og úrslitaleik
Gunnar: Engin skömm að tapa fyrir Val
Pétur Péturs: Ósáttur með fyrri hálfleikinn
„Farin að sýna okkur það sem ég hef vitað að hún hefur getað síðan hún var 14 ára”
   fös 24. maí 2024 23:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Donni: Konni bróðir fór aðeins fram úr sér í gleðinni
Donni og Konni
Donni og Konni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Tindastóll tapaði illa gegn Þór/KA í kvöld í Boganum. Fótbolti.net ræddi við Halldór Jón Sigurðsson, Donna, þjálfara Tindastóls eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Þór/KA 5 -  0 Tindastóll

„Er súr og svekktur með þessi mörk sem við fáum á okkur úr föstum leikatriðum. Svekktur með sóknarleikinn heilt yfir, fannst við geta verið betri á boltanum. Við vorum að spila á móti liði sem er komið lengra en við, við vonuðumst til að geta gert aðeins betur en það gekk ekki," sagði Donni.

Gestirnir voru ekki ánægðir með annað mark Þór/KA og töldu að það hafi átt að dæma það af vegna rangstöðu. Konráð Freyr Sigurðsson aðstoðarþjálfari Tindastóls og bróðir Donna fékk að líta rauða spjaldið fyrir mótmæli.

„Konni bróðir fór aðeins fram úr sér í gleðinni. Hann fór út úr boðvangnum sem var ekki merktur sem er annað mál. Dómarinn gaf honum gult fyrir það og leið svo illa yfir látbragðinu hjá bróður mínum eftir það og gaf honum annað gult," sagði Donni.

„Mér fannst dómarinn geta andað með nefinu og haldið áfram með leikinn. Hann veit alveg af hverju við vorum pirraðir. Þetta er þessi nýja lína sem allir eru svo spenntir fyrir."


Athugasemdir
banner
banner
banner