Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
Á tvo fulltrúa í íslenska liðinu - „Átti alveg von á því að hún yrði í þessum sporum"
Þorgerður Katrín: Ég hef alveg upplifað það verra
Pabbi Karólínu: Hún hafði einhverja áru yfir sér
Goðsögnin Ásta B: Þetta eru bara heimsklassa leikmenn
Kærasti Glódísar: Eigum við ekki bara að segja að það komi í ljós?
„Erfiðara að horfa á börnin mín en þegar ég var sjálf að spila"
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
banner
   fös 24. maí 2024 23:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Donni: Konni bróðir fór aðeins fram úr sér í gleðinni
Kvenaboltinn
Donni og Konni
Donni og Konni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Tindastóll tapaði illa gegn Þór/KA í kvöld í Boganum. Fótbolti.net ræddi við Halldór Jón Sigurðsson, Donna, þjálfara Tindastóls eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Þór/KA 5 -  0 Tindastóll

„Er súr og svekktur með þessi mörk sem við fáum á okkur úr föstum leikatriðum. Svekktur með sóknarleikinn heilt yfir, fannst við geta verið betri á boltanum. Við vorum að spila á móti liði sem er komið lengra en við, við vonuðumst til að geta gert aðeins betur en það gekk ekki," sagði Donni.

Gestirnir voru ekki ánægðir með annað mark Þór/KA og töldu að það hafi átt að dæma það af vegna rangstöðu. Konráð Freyr Sigurðsson aðstoðarþjálfari Tindastóls og bróðir Donna fékk að líta rauða spjaldið fyrir mótmæli.

„Konni bróðir fór aðeins fram úr sér í gleðinni. Hann fór út úr boðvangnum sem var ekki merktur sem er annað mál. Dómarinn gaf honum gult fyrir það og leið svo illa yfir látbragðinu hjá bróður mínum eftir það og gaf honum annað gult," sagði Donni.

„Mér fannst dómarinn geta andað með nefinu og haldið áfram með leikinn. Hann veit alveg af hverju við vorum pirraðir. Þetta er þessi nýja lína sem allir eru svo spenntir fyrir."


Athugasemdir