
„Þetta var geggjað, barátta og keyrði þetta í gegn. Við vorum til í slaginn frá fyrstu mínútu og unnum þetta að lokum verðskuldað," segir Elfar Árni Aðalsteinsson.
Sóknarmaðurinn reynslumikli var hetja nýliða Völsungs sem unnu 2-1 sigur gegn Fjölni í dag. Hann skoraði bæði mörk Völsungs, þar á meðal sigurmarkið í uppbótartíma. Þetta er annar leikurinn í röð þar sem Elfar skorar sigurmarkið í uppbótartíma.
Sóknarmaðurinn reynslumikli var hetja nýliða Völsungs sem unnu 2-1 sigur gegn Fjölni í dag. Hann skoraði bæði mörk Völsungs, þar á meðal sigurmarkið í uppbótartíma. Þetta er annar leikurinn í röð þar sem Elfar skorar sigurmarkið í uppbótartíma.
Lestu um leikinn: Völsungur 2 - 1 Fjölnir
„Við erum með mjög skemmtilegt og kröftugt lið. Við berjumst til lokamínútna. Það er andi í hópnum og vonandi vinnum við fleiri leiki á svona dramatískan hátt. Það er skemmtilegra."
Elfar segir kokhraustur að Völsungur stefni á að fara í umspil Lengjudeildarinnar.
„Við reynum að fara í alla leiki til að vinna. Það er asnalegt að stefna á annað en umspilssæti í þessari deild, það er leiðinlegt að stefna á níunda eða tíunda sæti. Eigum við ekki að stefna á umspilið þar til það er ekki hægt."
Athugasemdir