Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
   fim 24. júlí 2014 23:54
Karitas Þórarinsdóttir
Gunni: Með hrikalega öflugan markvörð
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég er illa sáttur, ég er ekki búinn að brjóta þetta blað, það eru stelpurnar fyrst og fremst og fólkið sem stendur í kringum liðið og allir þessir mörg hundruð áhorfendur sem komu hérna í dag," sagði Gunnar Borgþórsson þjálfari Selfoss eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitum Borgunarbikarsins með sigri á Fylki leik sem réðist í vítaspyrnukeppni í kvöld.

,,Þetta er bara geðveikt, bara æðislegt," sagði hann. ,,Mér fannst við koma hrikalega vel stemmdar og sterkar inn í leikinn bæði í fyrri og seinni hálfleik.Þær ná að koma sér innn í leikinn með baráttu og sínum leikstíl. Þær eru með þrususgott lið, sterkar og aggressívar og ná að skora tvö mjög góð mörk, sérstakleg seinna markið, skotið fyrir utan teig. Í framlengingunni fannst mér þetta vera að fjara og ekkert að gerast hjá hvorugu liði."

Úrsltin réðust í vítaspyrnukeppni þar sem Alexa Gaul markvörður Selfoss varði þrjú víti og skoraði úr einu.

,,Við vitum hvað við erum með hrikalega öflugan markvörð, hún er ekkert að fara að láta skora á sig af 9 metra færi. Þetta er alltof langt. Svo skorar hún sjálf, alveg ísköld. Hún er flott."
Athugasemdir
banner
banner