Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fim 24. júlí 2014 23:54
Karitas Þórarinsdóttir
Gunni: Með hrikalega öflugan markvörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég er illa sáttur, ég er ekki búinn að brjóta þetta blað, það eru stelpurnar fyrst og fremst og fólkið sem stendur í kringum liðið og allir þessir mörg hundruð áhorfendur sem komu hérna í dag," sagði Gunnar Borgþórsson þjálfari Selfoss eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitum Borgunarbikarsins með sigri á Fylki leik sem réðist í vítaspyrnukeppni í kvöld.

,,Þetta er bara geðveikt, bara æðislegt," sagði hann. ,,Mér fannst við koma hrikalega vel stemmdar og sterkar inn í leikinn bæði í fyrri og seinni hálfleik.Þær ná að koma sér innn í leikinn með baráttu og sínum leikstíl. Þær eru með þrususgott lið, sterkar og aggressívar og ná að skora tvö mjög góð mörk, sérstakleg seinna markið, skotið fyrir utan teig. Í framlengingunni fannst mér þetta vera að fjara og ekkert að gerast hjá hvorugu liði."

Úrsltin réðust í vítaspyrnukeppni þar sem Alexa Gaul markvörður Selfoss varði þrjú víti og skoraði úr einu.

,,Við vitum hvað við erum með hrikalega öflugan markvörð, hún er ekkert að fara að láta skora á sig af 9 metra færi. Þetta er alltof langt. Svo skorar hún sjálf, alveg ísköld. Hún er flott."
Athugasemdir
banner
banner
banner