Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   fim 24. ágúst 2023 20:06
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heppni að Brynjar og Oliver meiddust ekki - „Náttúrulega galnar aðstæður"
Skjáskot úr útsendingunni.
Skjáskot úr útsendingunni.
Mynd: Skjáskot/Stöð2Sport
Svona var grasið á vellinum.
Svona var grasið á vellinum.
Mynd: Skjáskot/Breiðablik story
Snemma í seinni hálfleik í leik Struga og Breiðabliks í forkeppni Sambandsdeildarinnar var sýnt frá varamannabekk Breiðabliks.

Þar sást Oliver Stefánsson kveinka sér og Brynjar Atli Bragason hélt um höfuð sér á bekknum. Ekki sást hvað nákvæmlega gerðist en Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var spurður út í þetta eftir leikinn.

Lestu um leikinn: FC Struga 0 -  1 Breiðablik

„Það fauk gervigrasrenningur sem var til upphitunar til hliðar við bekkinn. Renningurinn fauk á Brynjar Atla, kom við andlitið á honum, og svo sveipti gervigrasið Oliver Stefánssyni um koll," sagði Óskar.

„Þetta voru náttúrulega galnar aðstæður. Þessi völlur er sér kapituli út af fyrir sig, ömurlegt undirlag, engin markatafla, engin flóðljós og langt frá því að vera boðlegur á þessu stigi keppninnar."

„Sem betur fer meiddust Brynjar og Oliver ekki, en það hefði alveg getað farið illa. Þetta sýnir líka hvernig vindurinn var, hann sveipti hlutum til og frá. Boltinn fór bara eitthvað oft á tíðum. Þetta voru krefjandi aðstæður, bæði fyrir þá sem voru inn á vellinum og einnig fyrir þá sem voru að hita upp fyrir utan,"
sagði þjálfarinn.

Í viðtali fyrir leikinn kom hann inn á völlinn sjálfan og hér að neðan má sjá tvo hluta úr viðtalinu eftir leikinn sem þegar hafa verið birtir.

Fyrir leik:
Óskar Hrafn: Algjörlega lygilegt að völlurinn sé leyfður

Eftir leik:
Þrekvirki unnið í Ohrid - „Seinni hálfleikurinn sá furðulegasti sem ég hef tekið þátt í"
Sagði andstæðingunum að haga sér eins og menn - „Klækjarefir og reyndu allt sem þeir gátu"
Athugasemdir
banner
banner
banner