Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 24. september 2022 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild kvenna: Völsungur setti fjögur gegn meisturunum
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Fram var búið að tryggja sér toppsæti 2. deildar kvenna fyrir lokaumferðina og steinlá á heimavelli gegn Völsungi.


Fram leiddi 1-0 í hálfleik en Húsvíkingar völtuðu yfir meistarana eftir leikhlé og urðu lokatölur 1-4. Völsungur endar með 33 stig, fimm stigum minna en Fram sem fer upp um deild ásamt Gróttu.

ÍA hefur verið að gera góða hluti á seinni hluta tímabils og rúllaði yfir KH. Samira Suleman setti þrennu í fimm marka stórsigri og endar ÍA með 31 stig.

KH lýkur keppni á botni efri hlutans með 16 stig og einn sigurleik í lokakeppninni.

ÍA 5 - 0 KH
1-0 Samira Suleman ('1 )
2-0 Kolbrá Una Kristinsdóttir ('20 , Sjálfsmark)
3-0 Vala María Sturludóttir ('71 )
4-0 Samira Suleman ('84 )
5-0 Samira Suleman ('88 )

Fram 1 - 4 Völsungur
1-0 Harpa Ásgeirsdóttir ('31 , Sjálfsmark)
1-1 Hildur Anna Brynjarsdóttir ('51 )
1-2 Una Móeiður Hlynsdóttir ('76 )
1-3 Berta María Björnsdóttir ('78 )
1-4 Allyson Abbruzzi Patterson ('86 )


2. deild kvenna - úrslitakeppni
Lið L U J T Mörk mun Stig
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner