Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 24. september 2022 17:30
Ívan Guðjón Baldursson
Amanda lék allan leikinn í stórsigri - Arnór Gauti skoraði
Mynd: Kristianstad
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Hönefoss

Það fóru tveir leikir fram í sænska kvennaboltanum í dag en karlarnir eru uppteknir vegna landsleikjahlés.


Hin 18 ára gamla Amanda Andradóttir lék allan leikinn á miðju Kristianstad í 4-0 sigri gegn Djurgården. Emelía Óskarsdóttir, sem er fædd 2006, kom inn af bekknum og fékk að spila síðasta stundarfjórðunginn. Hin kanadíska Evelyne Viens var best á vellinum og skoraði þrennu í síðari hálfleik.

Delaney Baie Pridham, fyrrum markamaskína í liði ÍBV, lék allan leikinn í liði Kristianstad sem leikur undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur og hefur gert í meira en áratug.

Liðið er í öðru sæti sænsku deildarinnar þegar aðeins fimm umferðir eru eftir af tímabilinu, þremur stigum eftir toppliði Rosengård og með Linköping á hælunum.

Guðrún Arnardóttir var einmitt í hjarta varnarinnar hjá Rosengård sem vann nauman sigur gegn Vittsjö þökk sé tvennu frá miðverðinum Rebecca Knaak.

Knaak skoraði fyrsta mark leiksins snemma en gestirnir voru snöggir að snúa stöðunni við og leiddu 1-2 í leikhlé. Rosengård jafnaði undir lokin og gerði Knaak svo sigurmark í uppbótartíma og lokatölur 3-2.

Kristianstad 4 - 0 Djurgården
1-0 Tilda Persson ('11)
2-0 Evelyne Viens ('67)
3-0 Evelyne Viens ('83)
4-0 Evelyne Viens ('89)

Rosengård 3 - 2 Vittsjö
1-0 Rebecca Knaak ('4)
1-1 L. Sallström ('20)
1-2 C. Markstedt ('23)
2-2 S. Sanders ('81)
3-2 Rebecca Knaak ('93)

Að lokum voru fjögur Íslendingalið sem komu við sögu í norsku D-deildinni og unnu öll sína leiki. Arnór Gauti Ragnarsson var eini Íslendingurinn sem komst á blað.

Arnór skoraði fyrsta markið í frábærum endurkomusigri Hönefoss gegn varaliði Kongsvinger. Kongsvinger var tveimur mörkum yfir í hálfleik en Arnór minnkaði muninn í upphafi síðari hálfleiks og tókst liðsfélögunum að snúa stöðunni við á lokakafla leiksins og uppskera 3-2 sigur.

Ekkert Íslendingaliðanna er nálægt því að komast upp um deild þrátt fyrir þessa sigra. Ekkert er heldur í fallhættu nema kannski Volda TI sem er sex stigum frá fallsvæðinu þegar fjórar umferðir eru eftir.

Hönefoss 3 - 2 Kongsvinger 2

Volda TI 5 - 1 Raufoss 2

Skjetten 5 - 4 Funnefoss/Vormsund

Byasen 1 - 2 Nardo


Athugasemdir
banner
banner
banner