Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 24. september 2022 18:05
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið kvöldsins: Ronaldo og Bernardo saman í sóknarlínu
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Það fara tveir leikir fram í efstu deild Þjóðadeildarinnar í kvöld þar sem Spánn og Portúgal eru að berjast um efsta sætið.


Aðeins eitt stig skilur þessar nágrannaþjóðir að á toppinum þegar tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Spánn tekur á móti Sviss í kvöld á meðan Portúgal heimsækir Tékkland en liðin eigast svo við í innbyrðisslag í lokaumferðinni.

Spánn og Portúgal eiga tvö af sterkustu fótboltalandsliðum heims og verður áhugavert að fylgjast með þeim í kvöld.

Cristiano Ronaldo er í fremstu víglínu hjá Portúgal ásamt Rafael Leao, besta leikmanni Serie A, og Bernardo Silva. Bruno Fernandes og Ruben Neves eru á miðjunni ásamt William Carvalho, leikmanni Real Betis. Þá er Diogo Dalot í hægri bakverði og Ruben Dias í miðverði.

Ekkert pláss er í byrjunarliðinu fyrir leikmenn á borð við Diogo Jota, Joao Palhinha, Matheus Nunes og fleiri úrvalsdeildarleikmenn sem byrja á bekknum ásamt Nuno Mendes.

Marco Asensio leiðir sóknarlínu Spánverja með Ferran Torres og Pablo Sarabia sér til aðstoðar á vængjunum. Hinir ungu Gavi og Pedri eru á miðjunni við hlið Sergio Busquets og er miðjan því algjörlega í eigu Barcelona. 

Varamannabekkur Spánverja inniheldur menn á borð við Koke, Rodri og Carlos Soler en lítið er um sóknarmenn. Alvaro Morata og Borja Iglesias eru á bekknum.

Í byrjunarliði Tékka má finna menn á borð við Patrick Schick og Hamrana tvo Tomas Soucek og Vladimir Coufal. Í liði Sviss eru Xherdan Shaqiri, Manuel Akanji og Granit Xhaka með Denis Zakaria og Fabian Schär á bekknum.

Tékkland: Vaclik, Zima, Brabec, Jemelka, Coufal, Soucek, Kral, Zeleny, Barak, Hlozek, Schick

Portúgal: Costa, Dalot, Dias, D.Pereira, Rui, W.Carvalho, Fernandes, Neves, B.Silva, Leao, Ronaldo

Spánn: Simon, Azpilicueta, Garcia, P.Torres, Alba, Gavi, Busquets, Pedri, F.Torres, Asensio, Sarabia

Sviss: Sommer, Widmer, Akanji, Elvedi, Rodriguez, Freuler, Xhaka, Sow, Shaqiri, Vargas, Embolo


Athugasemdir
banner
banner
banner