Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 24. september 2022 15:50
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Sara Björk utan hóps - Guðný og stöllur með stórsigur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sara Björk Gunnarsdóttir hefur verið að glíma við smávægileg meiðsli og var ekki í leikmannahópi Juventus í dag er liðið gerði jafntefli við Sassuolo. 


Liðin mættust í fjórðu umferð ítalska deildartímabilsins og er Juve með átta stig en þetta er fyrsta stig Sassuolo.

Guðný Árnadóttir lék þá allan leikinn í þriggja manna varnarlínu AC Milan sem fór létt í gegnum Parma og er með sex stig. Þetta var annar sigur liðsins í röð eftir töp gegn Roma og Fiorentina í fyrstu umferðunum.

Kosovare Asllani, skærasta stjarna Svía á EM í sumar, skoraði meðal annars í sigrinum.

Sassuolo 1 - 1 Juventus
0-1 C. Girelli ('20)
1-1 D. Philtjens ('63)
Rautt spjald: V. Cernoia, Juventus ('78)
Rautt spjald: A. Bragonzi, Sassuolo ('91)

Parma 0 - 4 Milan
0-1 V. Bergamaschi ('16)
0-2 K. Asllani ('36)
0-3 S. Thrige ('48)
0-4 K. Dubcova ('79)

Í karlaboltanum lék 38 ára gamall Emil Hallfreðsson allan leikinn á miðjunni er Virtus Verona tapaði gegn FeralpiSalo í C-deildinni.

Verona á enn eftir að finna sigur á nýju tímabili og er aðeins með þrjú stig eftir fimm fyrstu umferðirnar.

Virtus Verona 0 - 1 FeralpiSalo


Athugasemdir
banner
banner