Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 24. september 2022 23:50
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu markið: Son jafnaði beint úr aukaspyrnu
Mynd: Getty Images

Son Heung-min lék allan leikinn í 2-2 jafntefli Suður-Kóreu gegn Kosta Ríka í æfingaleik í dag.


Hwang Hee-chan, framherji Wolves, kom Kóreu yfir í fyrri hálfleik en Jewison Bennette sneri leiknum við með mörkum sitthvoru megin við leikhléð.

Kórea var því marki undir þegar Son stillti boltanum upp til að taka aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig á 85. mínútu. Hann er helsta stjarna liðsins og sýndi gæði sín með stórkostlegu skoti þar sem hann þrumaði boltanum í samskeyti markmannshornsins.

Son fór hægt af stað í ensku úrvalsdeildinni og var bekkjaður af Antonio Conte. Hann svaraði með því að skora þrennu af bekknum og vona liðsfélagar hans og stuðningsmenn að hann sé búinn að finna gamla góða formið sitt aftur.

Sjón er sögu ríkari og má sjá markið hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner