De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   lau 24. september 2022 18:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það miklar fagmanneskjur að við vitum að það er best að geyma fagnaðarlætin"
Kvenaboltinn
Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals.
Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elísa í leik með Val í sumar.
Elísa í leik með Val í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er stórkostleg," sagði Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, eftir að liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð. Liðið tryggði sér titilinn með 1-2 sigri gegn Aftureldingu í dag.

„Það er ofboðslega gaman að vera tvöfaldur meistari, það er ekki mörgum liðum sem tekst það. Við erum stoltar af því og mjög sáttar með sumarið."

Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  3 Valur

Valur er bæði Íslands- og bikarmeistari. Þetta sumar hefur verið algjörlega frábært hjá þeim.

„Það er búið að vera mikið álag á okkur og voru margir þreyttir fætur inn á í dag. Auk þess lendum við í áfalli í síðustu viku að missa Mist út af sem er mikill leiðtogi innan sem utan vallar. Gæðalega séð vorum við kannski ekki upp á okkar besta í dag en við erum sáttar að hafa klárað þetta."

Mist Edvardsdóttir fór meidd af velli gegn Slavia Prag í vikunni. Meiðslin eru alvarleg og kemur hún til með að vera lengi frá.

„Auðvitað (er þetta búið að taka á hópinn). Mist er gríðarlega stór hlekkur hjá okkur. Það er mikið áfall að horfa á eftir henni í sín fjórðu krossbandaslit sem er algjörlega galið. Því miður er hún að fara í fjórða skiptið sem er afar sorglegt."

Var erfitt að verja titilinn?

„Við reyndum að nálgast þetta þannig að við værum að fara inn í mótið til að sækja bikarinn. Það er alltaf erfitt, það vilja allir vinna Val - það er nokkuð ljóst."

Elísa reiknar ekki með því að það verði mikið fagnað í kvöld þar sem liðið er að fljúga til Tékklands á morgun. Í næstu viku ætlar liðið að reyna að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

„Við erum það miklar fagmanneskjur að við vitum að það er best að geyma aðeins fagnaðarlætin. Við megum að sjálfsögðu vera aðeins glaðar í dag en við erum að einbeita okkur að Slavia á miðvikudaginn. Svo er nægur tími til að fagna eftir það."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner