
„Tilfinningin er stórkostleg," sagði Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, eftir að liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð. Liðið tryggði sér titilinn með 1-2 sigri gegn Aftureldingu í dag.
„Það er ofboðslega gaman að vera tvöfaldur meistari, það er ekki mörgum liðum sem tekst það. Við erum stoltar af því og mjög sáttar með sumarið."
„Það er ofboðslega gaman að vera tvöfaldur meistari, það er ekki mörgum liðum sem tekst það. Við erum stoltar af því og mjög sáttar með sumarið."
Lestu um leikinn: Afturelding 1 - 3 Valur
Valur er bæði Íslands- og bikarmeistari. Þetta sumar hefur verið algjörlega frábært hjá þeim.
„Það er búið að vera mikið álag á okkur og voru margir þreyttir fætur inn á í dag. Auk þess lendum við í áfalli í síðustu viku að missa Mist út af sem er mikill leiðtogi innan sem utan vallar. Gæðalega séð vorum við kannski ekki upp á okkar besta í dag en við erum sáttar að hafa klárað þetta."
Mist Edvardsdóttir fór meidd af velli gegn Slavia Prag í vikunni. Meiðslin eru alvarleg og kemur hún til með að vera lengi frá.
„Auðvitað (er þetta búið að taka á hópinn). Mist er gríðarlega stór hlekkur hjá okkur. Það er mikið áfall að horfa á eftir henni í sín fjórðu krossbandaslit sem er algjörlega galið. Því miður er hún að fara í fjórða skiptið sem er afar sorglegt."
Var erfitt að verja titilinn?
„Við reyndum að nálgast þetta þannig að við værum að fara inn í mótið til að sækja bikarinn. Það er alltaf erfitt, það vilja allir vinna Val - það er nokkuð ljóst."
Elísa reiknar ekki með því að það verði mikið fagnað í kvöld þar sem liðið er að fljúga til Tékklands á morgun. Í næstu viku ætlar liðið að reyna að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
„Við erum það miklar fagmanneskjur að við vitum að það er best að geyma aðeins fagnaðarlætin. Við megum að sjálfsögðu vera aðeins glaðar í dag en við erum að einbeita okkur að Slavia á miðvikudaginn. Svo er nægur tími til að fagna eftir það."
Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir