Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   lau 24. september 2022 18:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það miklar fagmanneskjur að við vitum að það er best að geyma fagnaðarlætin"
Kvenaboltinn
Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals.
Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elísa í leik með Val í sumar.
Elísa í leik með Val í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er stórkostleg," sagði Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, eftir að liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð. Liðið tryggði sér titilinn með 1-2 sigri gegn Aftureldingu í dag.

„Það er ofboðslega gaman að vera tvöfaldur meistari, það er ekki mörgum liðum sem tekst það. Við erum stoltar af því og mjög sáttar með sumarið."

Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  3 Valur

Valur er bæði Íslands- og bikarmeistari. Þetta sumar hefur verið algjörlega frábært hjá þeim.

„Það er búið að vera mikið álag á okkur og voru margir þreyttir fætur inn á í dag. Auk þess lendum við í áfalli í síðustu viku að missa Mist út af sem er mikill leiðtogi innan sem utan vallar. Gæðalega séð vorum við kannski ekki upp á okkar besta í dag en við erum sáttar að hafa klárað þetta."

Mist Edvardsdóttir fór meidd af velli gegn Slavia Prag í vikunni. Meiðslin eru alvarleg og kemur hún til með að vera lengi frá.

„Auðvitað (er þetta búið að taka á hópinn). Mist er gríðarlega stór hlekkur hjá okkur. Það er mikið áfall að horfa á eftir henni í sín fjórðu krossbandaslit sem er algjörlega galið. Því miður er hún að fara í fjórða skiptið sem er afar sorglegt."

Var erfitt að verja titilinn?

„Við reyndum að nálgast þetta þannig að við værum að fara inn í mótið til að sækja bikarinn. Það er alltaf erfitt, það vilja allir vinna Val - það er nokkuð ljóst."

Elísa reiknar ekki með því að það verði mikið fagnað í kvöld þar sem liðið er að fljúga til Tékklands á morgun. Í næstu viku ætlar liðið að reyna að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

„Við erum það miklar fagmanneskjur að við vitum að það er best að geyma aðeins fagnaðarlætin. Við megum að sjálfsögðu vera aðeins glaðar í dag en við erum að einbeita okkur að Slavia á miðvikudaginn. Svo er nægur tími til að fagna eftir það."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner