Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   lau 24. september 2022 18:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það miklar fagmanneskjur að við vitum að það er best að geyma fagnaðarlætin"
Kvenaboltinn
Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals.
Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elísa í leik með Val í sumar.
Elísa í leik með Val í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er stórkostleg," sagði Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, eftir að liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð. Liðið tryggði sér titilinn með 1-2 sigri gegn Aftureldingu í dag.

„Það er ofboðslega gaman að vera tvöfaldur meistari, það er ekki mörgum liðum sem tekst það. Við erum stoltar af því og mjög sáttar með sumarið."

Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  3 Valur

Valur er bæði Íslands- og bikarmeistari. Þetta sumar hefur verið algjörlega frábært hjá þeim.

„Það er búið að vera mikið álag á okkur og voru margir þreyttir fætur inn á í dag. Auk þess lendum við í áfalli í síðustu viku að missa Mist út af sem er mikill leiðtogi innan sem utan vallar. Gæðalega séð vorum við kannski ekki upp á okkar besta í dag en við erum sáttar að hafa klárað þetta."

Mist Edvardsdóttir fór meidd af velli gegn Slavia Prag í vikunni. Meiðslin eru alvarleg og kemur hún til með að vera lengi frá.

„Auðvitað (er þetta búið að taka á hópinn). Mist er gríðarlega stór hlekkur hjá okkur. Það er mikið áfall að horfa á eftir henni í sín fjórðu krossbandaslit sem er algjörlega galið. Því miður er hún að fara í fjórða skiptið sem er afar sorglegt."

Var erfitt að verja titilinn?

„Við reyndum að nálgast þetta þannig að við værum að fara inn í mótið til að sækja bikarinn. Það er alltaf erfitt, það vilja allir vinna Val - það er nokkuð ljóst."

Elísa reiknar ekki með því að það verði mikið fagnað í kvöld þar sem liðið er að fljúga til Tékklands á morgun. Í næstu viku ætlar liðið að reyna að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

„Við erum það miklar fagmanneskjur að við vitum að það er best að geyma aðeins fagnaðarlætin. Við megum að sjálfsögðu vera aðeins glaðar í dag en við erum að einbeita okkur að Slavia á miðvikudaginn. Svo er nægur tími til að fagna eftir það."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner