Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 24. september 2022 20:47
Ívan Guðjón Baldursson
Þjóðadeildin: Portúgal með flugeldasýningu - Sviss vann Spán verðskuldað
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Manuel Akanji átti mark og stoðsendingu í sigrinum á Spáni.
Manuel Akanji átti mark og stoðsendingu í sigrinum á Spáni.
Mynd: EPA

Portúgal er búið að taka yfir toppsæti síns riðils í Þjóðadeildinni og trónir þar með tíu stig eftir fimm umferðir.


Portúgal heimsótti Tékkland í dag og rúllaði yfir heimamenn sem sáu vart til sólar í leiknum. Portúgalir komust í tveggja marka forystu fyrir leikhlé og brenndu heimamenn af vítapunktinum í uppbótartíma hálfleiksins.

Manchester United mennirnir Diogo Dalot og Bruno Fernandes skoruðu fyrstu tvö mörkin eftir undirbúning frá kollegum sínum úr Serie A, fyrst var það Rafael Leao með stoðsendingu og svo Mario Rui. Þriðji Man Utd maðurinn Cristiano Ronaldo fékk svo dæmda vítaspyrnu á sig undir lok uppbótartíma fyrri hálfleiks, hann hoppaði upp með varnarveggnum og fékk boltann í höndina sem var í óeðlilegri stellingu.

Patrick Schick, meðal markahæstu leikmanna Evrópumótsins í sumar, steig á vítapunktinn en skaut boltanum yfir og héldu yfirburðir Portúgala áfram í seinni hálfleik.

Dalot skoraði sitt annað mark, í þetta sinn eftir stoðsendingu frá liðsfélaga sínum Fernandes og kláraði Diogo Jota dæmið með fjórða markinu á 82. mínútu eftir undirbúning frá Ronaldo sem spilaði allan leikinn.

Tékkland 0 - 4 Portúgal
0-1 Diogo Dalot ('33)
0-2 Bruno Fernandes ('45)
0-3 Diogo Dalot ('52)
0-4 Diogo Jota ('82)

Spánn er í öðru sæti með átta stig eftir óvænt tap á heimavelli gegn Sviss. Manuel Akanji, nýr leikmaður Manchester City, gerði eina markið í bragðdaufum fyrri hálfleik þar sem Svisslendingar voru þó hættulegra liðið.

Spánverjar virtust vakna til lífsins í upphafi síðari hálfleiks og jafnaði Jordi Alba leikinn á 55. mínútu. Þremur mínútum síðar var Breel Embolo búinn að koma Svisslendingum yfir á nýjan leik og eftir stuttan sóknarþunga Spánverja dó leikurinn út. Gestirnir voru í furðu litlum vandræðum með að sigla sigrinum í höfn og verðskulda stigin þrjú.

Sviss er með sex stig fyrir lokaumferðina eftir að hafa unnið síðustu tvo leiki gegn Spán og Portúgal. Þeir eiga úrslitaleik við Tékkland í vikunni þar sem tapliðið fellur niður í B-deild.

Þetta var fyrsti tapleikur Spánverja á heimavelli í fjögur ár.

Spánn 1 - 2 Sviss
0-1 Manuel Akanji ('21)
1-1 Jordi Alba ('55)
1-2 Breel Embolo ('58)


Athugasemdir
banner
banner