Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 24. september 2022 18:21
Ívan Guðjón Baldursson
Þjóðadeildin: Úkraína skoraði fimm - Sesko hafði betur gegn Haaland
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Fyrstu leikjum dagsins í Þjóðadeildinni er lokið þar sem stríðshrjáðir Úkraínumenn byrjuðu á öflugum sigri gegn Armeníu.


Úkraína var með verðskuldaða forystu í leikhlé, 0-1, og var færanýtingin mögnuð í seinni hálfleik. Lokatölur urðu 0-5 og er Úkraína á toppi deildarinnar með tíu stig eftir fimm umferðir.

Skotar fylgja fast á eftir með níu stig og leik til góða en úrslitin munu ekki ráðast fyrr en í lokaumferðinni þegar Úkraína tekur á móti Skotlandi í úrslitaleik.

Armenía 0 - 5 Úkraína
0-1 O. Tymchyk ('22)
0-2 O. Zubkov ('57)
0-3 A. Dovbyk ('69)
0-4 D. Ignatenko ('81)
0-5 A. Dovbyk ('84)

Í Slóveníu áttu heimamenn leik við Erling Braut Haaland og félaga frá Noregi. Staðan var jöfn eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik og skoraði Haaland svo í upphafi síðari hálfleiks.

Það ríkti áfram jafnræði á vellinum þar sem bæði lið voru varkár og áttu erfitt með að finna leiðir í gegnum skipulagðan varnarleik andstæðinganna en Slóvenar voru næstir til að skora.

Hinn eftirsótti Benjamin Sesko, sem spilar fyrir Salzburg eins og Haaland gerði á sama aldri, var í byrjunarliði Slóvena og lagði upp jöfnunarmark á 69. mínútu áður en hann gerði sér lítið fyrir og stal sigrinum með marki á 81. mínútu.

Norðmönnum tókst ekki að breyta niðurstöðunni og urðu lokatölur 2-1. Fyrsti sigur Slóveníu í deildakeppninni þar sem liðið er með fimm stig eftir fimm umferðir. Noregur trónir á toppinum með tíu stig en Serbía er í öðru sæti og getur tekið sætið af þeim með sigri gegn botnliði Svía í kvöld.

Slóvenía 2 - 1 Noregur
0-1 Erling Haaland ('47)
1-1 Andraz Sporar ('69)
2-1 Benjamin Sesko ('81)


Athugasemdir
banner
banner