Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   sun 24. september 2023 17:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Úlfur svekktur með stundarbrjálæði síns leikmanns - „Elska hann alveg jafn mikið núna og í gær"
Lengjudeildin
Hann þarf að læra af þessu og ég vona að aðrir læri af honum líka. Bjarni er búinn að vaxa gríðarlega hjá okkur og ég er bara stoltur af þessum dreng; hvernig hann hefur tæklað margt mótlæti sem hann hefur lent í hjá okkur, alls ekki gefist upp.
Hann þarf að læra af þessu og ég vona að aðrir læri af honum líka. Bjarni er búinn að vaxa gríðarlega hjá okkur og ég er bara stoltur af þessum dreng; hvernig hann hefur tæklað margt mótlæti sem hann hefur lent í hjá okkur, alls ekki gefist upp.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Við stöndum bara á bak við hann, hann lærir af þessu
Við stöndum bara á bak við hann, hann lærir af þessu
Mynd: Fjölnir
Ég veit hvað ég þarf að laga fyrir næsta tímabil
Ég veit hvað ég þarf að laga fyrir næsta tímabil
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Gríðarlegt svekkelsi að vera dottnir út, við ætluðum okkur upp úr þessari deild og erum búnir að leggja gríðarlega mikla vinnu í að ná þeim markmiðum. Því miður náðum við þeim ekki og þess vegna er maður bara sár og svekktur," sagði Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis, eftir jafntefli gegn Vestra í dag.

Vestri leiddi með einu marki eftir fyrri undanúrslitaleik liðanna og því fer Vestri í úrslitaleikinn um sæti í Bestu deildinni. Fjölnir situr eftir með sárt ennið.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  1 Vestri

„Við vorum lélegir í fyrri hálfleik, náðum einhvern veginn ekki upp okkar spili og fáum á okkur klaufalegt mark. Mér fannst eitt lið á vellinum í seinni hálfleik og svekkjandi að ná ekki að klára þetta."

Fjölnir náði að jafna leikinn og Vestri fékk rautt spjald. Það virtist allt vera að snúast Fjölnismönnum í hag. Svo fékk Bjarni Þór Hafstein í liði Fjölnis beint rautt spjald. Hvað gerðist?

„Því miður þá missir einn hjá mér hausinn, stundarbrjálæði (e. moment of madness) og hann er manna svekktastur sjálfur að hafa gert það. Það er mjög klaufalegt að missa þetta niður í tíu á móti tíu. Ég hugsaði að við myndum sigla þessu heim verandi manni fleiri í hálftíma, en því miður er þetta svona."

„Ég er búinn að tala við hann. Hann bara missti hausinn, ungir menn gera mistök, við erum öll mannleg og stundum er það þannig að maður gerir eitthvað klaufalegt á sekúndurbroti og sér eftir því. Við stöndum bara á bak við hann, hann lærir af þessu. Frábær drengur."

„Auðvitað er ég svekktur út í hann, en ég skil hann. Ég var einu sinni ungur og hef gert fullt af mistökum. Hann þarf að læra af þessu og ég vona að aðrir læri af honum líka. Bjarni er búinn að vaxa gríðarlega hjá okkur og ég er bara stoltur af þessum dreng; hvernig hann hefur tæklað margt mótlæti sem hann hefur lent í hjá okkur, alls ekki gefist upp. Ég elska hann alveg jafn mikið núna og ég gerði í gær."


Úlfur útskýrði þreföldu breytingu sína þegar hann tók m.a. framherjann Bjarna Gunnarsson af velli.

Hann var svo spurður út í framhaldið. „Við hittumst á morgun, tölum saman, tökum létta æfingu og förum svo í frí. Svo mætum við bara sterkir til leiks í nóvember. Það sem maður getur verið bjartsýnn yfir er að mér finnst ungu strákarnir okkar vera búnir að vaxa gríðarlega, bæði núna og í fyrra. Það eru margir ungir strákar sem hafa verið í aukahlutverki sem ég tel að geti gripið með báðum höndum tækifærið að verða lykilmenn í liðinu. Við erum mjög spenntir að sjá ungu strákana næsta vetur, ég held að þeir margir eigi eftir að blómstra."

„Við mætum bara tvíefldir til leiks næsta tímabil. Ég veit hvað ég þarf að laga fyrir næsta tímabil og næsti vetur verður fínpússun á því sem við erum góðir í og ég vinn í því að laga það sem þarf að laga. Ég er ekki í vafa um að eftir eitt ár þá verður þetta viðtal skemmtilegra við mig."


Úlfur var spurður út í dómgæsluna í undanúrslitaeinvíginu og má heyra svör hans í spilaranum efst.

Vestramenn studdu vel við sitt lið og virtust þeir hreinlega ofan á í stúkunni. Hvernig fannst Úlfi stuðningurinn við heimamenn?

„Það er mikill meðbyr með Vestramönnum, okkar stuðningsfólk stóð sig vel líka. Ég þakka öllum Grafarvogsbúum sem komu og studdu okkur. Ég treysti á að þeir styðji okkur áfram, markmiðið er skýrt hjá okkur, það er að búa til fótboltalið sem Grafarvogurinn getur verið stoltur af. Við viljum vera í efstu deild, markmiðið hefur ekkert breyst, við ætlum okkur á okkar forsendum að komast í deild þeirra bestu," sagði Úlfur að lokum.
Athugasemdir
banner
banner