Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 25. janúar 2020 16:42
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Hull og Chelsea: Tekur Caballero sætið af Kepa?
Mynd: Getty Images
Hull City tekur á móti Chelsea í síðasta leik dagsins í enska bikarnum. Viðureignin hefst klukkan 17:30 og hafa byrjunarliðin verið staðfest.

Willy Caballero fær tækifæri í markinu hjá Chelsea enda er hann bikarmarkvörður félagsins. Standi hann sig vel í dag gæti hann þó veit Kepa Arrizabalaga alvöru samkeppni um byrjunarliðsstöðuna á milli stanga félagsins. Kepa hefur ekki þótt nægilega góður á tímabilinu.

Frank Lampard teflir fram sterku byrjunarliði en hvílír þó ýmsa lykilmenn. Michy Batshuayi byrjar fremstur með Pedro og Callum Hudson-Odoi á köntunum.

Liðin eigast við í 32-liða úrslitum keppninnar. Hull leikur í Championship deildinni og er um miðja deild þar, sjö stigum frá umspilsbaráttunni. Chelsea er í Meistaradeildarbaráttu í ensku úrvalsdeildinni.

Hull City: Long, Lichaj, Tafazolli, Burke, Eaves, McKenzie, Honeyman, Bowen, Da Silva, Kane, Wilks
Varamenn: Ingram, Grosicki, McLoughlin, Kingsley, Magennis, Irvine, Samuelsen

Chelsea: Caballero, Azpilicueta, Zouma, Tomori, Alonso, Barkley, Kovacic, Mount, Pedro, Hudson-Odoi, Batshuayi
Varamenn: Cumming, Christensen, Lamptey, Maatsen, Emerson, Gilmour, Willian
Athugasemdir
banner
banner
banner