Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
banner
   fim 25. febrúar 2021 12:30
Magnús Már Einarsson
Everton bætist í hóp félaga sem vilja fá Max Aarons
Everton hefur bæst í hóp félaga sem vilja fá hægri bakvörðinn Max Aarons í sínar raðir í sumar.

Aarons er að hjálpa Norwich aftur upp í ensku úrvalsdeildina en líklegt þykir að hann verði seldur í sumar.

Norwich vill fá á bilinu 30-35 milljónir punda fyrir hinn 21 árs gamla Aarons.

Everton horfir til þess að Aarons geti leyst hinn 32 ára gamla Seamus Coleman af hólmi í framtíðinni.

Aarons hefur áður verið orðaður við Bayern Munchen og Manchester United.
Athugasemdir
banner