Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
   sun 25. febrúar 2024 23:18
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Leao skoraði stórbrotið mark í jafntefli gegn Atalanta
Rafael Leao skoraði frábært mark
Rafael Leao skoraði frábært mark
Mynd: EPA
Milan 1 - 1 Atalanta
1-0 Rafael Leao ('3 )
1-1 Teun Koopmeiners ('42 , víti)

AC Milan og Atalanta gerðu 1-1 jafntefli á San Síró í Seríu A í kvöld.

Portúgalski vængmaðurinn Rafael Leao skoraði fyrir Milan á 3. mínútu leiksins.

Það mark er vel hægt að tilnefnda til verðlauna sem mark tímabilsins í Seríu A, en hann lék á tvo leikmenn á vængnum áður en hann skoraði með föstu innanfótarskoti og yfir markvörð Atalanta og í netið.

Teun Koopmeiners jafnaði fyrir Atalanta úr vítaspyrnu eftir að Olivier Giroud sparkaði í höfuð leikmanns undir lok fyrri hálfleiks. Koopmeiners skoraði af öryggi en hann skoraði einnig úr víti í bikarnum gegn Milan fyrir tæpum tveimur mánuðum.

Davide Calabria, Christian Pulisic, Leao og Giroud fengu allir færi til að ganga frá leiknum í síðari hálfleik, en Marco Carnesecchi átti leik lífs síns og sá til þess að sækja stigið fyrir gestina.

Milan er í 3. sæti með 53 stig en Atalanta í 5. sæti með 46 stig.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 10 7 1 2 16 8 +8 22
2 Inter 10 7 0 3 24 12 +12 21
3 Milan 10 6 3 1 15 7 +8 21
4 Roma 10 7 0 3 10 5 +5 21
5 Juventus 11 5 4 2 14 10 +4 19
6 Bologna 10 5 3 2 16 8 +8 18
7 Como 11 4 6 1 12 6 +6 18
8 Lazio 10 4 3 3 13 7 +6 15
9 Udinese 10 4 3 3 12 15 -3 15
10 Cremonese 11 3 5 3 12 13 -1 14
11 Torino 11 3 5 3 10 16 -6 14
12 Atalanta 10 2 7 1 13 8 +5 13
13 Sassuolo 10 4 1 5 11 12 -1 13
14 Cagliari 11 2 4 5 9 14 -5 10
15 Lecce 11 2 4 5 8 14 -6 10
16 Pisa 11 1 6 4 8 14 -6 9
17 Parma 10 1 4 5 5 12 -7 7
18 Genoa 10 1 3 6 6 14 -8 6
19 Verona 11 0 6 5 6 16 -10 6
20 Fiorentina 10 0 4 6 7 16 -9 4
Athugasemdir
banner