Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 25. mars 2023 18:50
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið kvöldsins: Morata leiðir sóknina gegn Noregi
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

Það eru tveir spennandi slagir sem fara fram í undankeppni EM 2024 í kvöld og hafa byrjunarliðin verið tilkynnt. Spánn tekur á móti Noregi í hörkuslag þar sem Norðmenn mæta til leiks án Erling Braut Haaland sem er að glíma við meiðsli á meðan Króatía fær Wales í heimsókn.


Spánverjar mæta til leiks með Alvaro Morata í fremstu víglínu og þá fær Iago Aspas tækifæri með byrjunarliðinu. Það eru vandræði með miðverði hjá landsliðinu en Nacho Fernandez og Aymeric Laporte, sem hefur ekki verið að fá mikinn spiltíma með Man City, standa vaktina í kvöld. Þá fær hinn 19 ára gamli Alejandro Balde að spila sinn fimmta A-landsleik í vinstri bakverði.

Norðmenn tefla Alexander Sörloth sem fremsta manni en það vekur athygli að leikmenn á borð við Ola Solbakken, Morten Thorsby og Kristian Thorstvedt byrji á bekknum.

Liðin eigast við í fyrstu umferð riðlakeppninnar þar sem Skotland, Kýpur og Georgía eru einnig með í riðlinum.

Spánn: Kepa, Carvajal, Nacho, Laporte, Balde, Rodri, Merino, Olmo, Aspas, Gavi, Morata
Varamenn: Raya, Sanchez, Porro, Gaya, Ceballos, Joselu, Martinez, Oyarzabal, Pino, Ruiz, Williams, Zubimendi

Noregur: Nyland, Pedersen, Strandberg, Östigard, Meling, Aursnes, Berg, Ödegaard, Berge, Elyounoussi, Sörloth
Varamenn: Karlström, Selvik, Björkan, Brynhildsen, Dæhli, Gregersen, Hanche-Olsen, Larsen, Ryerson, Solbakken, Thorsby, Thorstvedt

Zlatko Dalic, landsliðsþjálfari Króatíu, kýs að geyma Josip Stanisic, varnarmann FC Bayern, á bekknum fyrir viðureign liðsins gegn Wales. Þá er Domagoj Vida einnig á bekknum ásamt Nikola Vlasic og Marco Pasalic.

Luka Modric, Marcelo Brozovic, Mateo Kovacic og Ivan Perisic eru þó allir á sínum stöðum í byrjunarliði Króata, með Josko Gvardiol og Josip Juranovic í varnarlínunni og Marko Livaja í fremstu víglínu.

Það er enginn Gareth Bale í liði Wales í þetta skiptið enda búinn að leggja skóna á hilluna. Í byrjunarliði Walesverja má finna leikmenn á borð við Neco Williams, Harry Wilson, Aaron Ramsey og Daniel James.

Króatía: Livakovic, Juranovic, Sutalo, Gvardiol, Sosa, Modric, Brozovic, Kovacic, Perisic, Kramaric, Livaja
Varamenn: Labrovic, Grbic, Barisic, Erlic, Ivanusec, Majer, Musa, Orsic, Pasalic, Stanisic, Vida, Vlasic

Wales: Ward, Roberts, Mepham, Rodon, Williams, Ampadu, Wilson, Ramsey, Morrell, James, Moore
Varamenn: Davies, King, Broadhead, Burns, Cabango, Cooper, Bradshaw, Fox, Harris, James, Lockyer, Thomas


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner