
Snædís María er efnilegur sóknarmaður sem er uppalin í Stjörnunn og hefur verið í Garðabænum allan sinn feril fyrir utan lánsdvöl í Keflavík á síðustu leiktíð. Snædís spilaði í fyrra sjö leiki með Keflavík og skoraði eitt mark.
Snædís á alls að baki 58 KSÍ-leiki en í þeim hefur hún skorað sjö mörk. Hún á að baki mikinn fjölda yngri landsleikja og er hluti af U19 landsliðinu sem tekur þátt í lokakeppni EM í sumar. Í dag sýnir Snædís á sér hina hliðina.
Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net fyrir Bestu kvenna: 1. sæti
Snædís á alls að baki 58 KSÍ-leiki en í þeim hefur hún skorað sjö mörk. Hún á að baki mikinn fjölda yngri landsleikja og er hluti af U19 landsliðinu sem tekur þátt í lokakeppni EM í sumar. Í dag sýnir Snædís á sér hina hliðina.
Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net fyrir Bestu kvenna: 1. sæti
Fullt nafn: Snædís María Jörundsdóttir
Gælunafn: Snæja
Aldur: 19 ára.
Hjúskaparstaða: Lausu.
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Á móti Þór/KA á Íslandsmótinu 2019.
Uppáhalds drykkur: Kristall og Nocco.
Uppáhalds matsölustaður: XO.
Hvernig bíl áttu: Volkswagen Polo.
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Scandal.
Uppáhalds tónlistarmaður: SZA eins og staðan er núna.
Uppáhalds hlaðvarp: Morðcastið.
Fyndnasti Íslendingurinn: Steindi Jr.
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: " Til hamingju??" frá ömmu.
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Aldrei segja aldrei.
Besti leikmaður sem þú hefur mætt:
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Kristján Guðmundsson.
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Það getur verið óþolandi að mæta Önnu Maríu varnarjaxli á æfingu.
Hver var fyrirmyndin þín í æsku: Cristiano Ronaldo.
Sætasti sigurinn: Leikurinn núna úti með u19 á móti Svíþjóð sem tryggði okkur áfram í lokakeppnina á EM.
Mestu vonbrigðin:
Uppáhalds lið í enska: Liverpool.
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Væri til í að fá Hildigunni og Jönu aftur í Stjörnuna.
Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Katla Tryggvadóttir.
Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Beggi bróðir af því að hann er líkur mér.
Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Margar fallegar, erfitt að velja.
Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Cristiano Ronaldo.
Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Anna María og Heiða geta verið rosalegar.
Uppáhalds staður á Íslandi: Heima hjá ömmu og afa.
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Einu sinni skyrpti stelpa blóði á buxurnar mínar í miðjum leik.
Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Nei eiginlega ekki en reyni oftast að borða það sama fyrir leiki.
Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Fylgist stundum með handboltanum.
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike.
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Hef alltaf átt erfitt með stærðfræðina.
Vandræðalegasta augnablik:
Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Anítu Ýr fyrir stemninguna, Jönu Sól til að bulla í okkur og Hildigunni Ýr til þess að passa upp á okkur.
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Er tvíburi.
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Ég var smá hrædd við Jasmín þegar ég kom fyrst upp í meistaraflokk en í dag erum við góðar vinkonur.
Hverju laugstu síðast: Ég sagði við vinkonu mína að ég væri næstum því komin til hennar en ég var ennþá bara heima upp í sófa.
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Upphitun getur verið leiðinleg.
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Ég myndi spyrja Ronaldo um mynd saman.
Athugasemdir