Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   mán 25. maí 2020 15:41
Elvar Geir Magnússon
Barcelona hefur áhuga á 18 ára Þjóðverja
Barcelona er með Lazar Samardzic undir smá sjá sinni. Þessi 18 ára vængmaður lék á dögunum sinn fyrsta leik í þýsku Bundesligunni en hann leikur fyrir Hertha Berlín.

Njósnarar Barcelona hafa mætt á leiki yngri liða Hertha á þessu tímabili til að fylgjast með honum.

AC Milan hefur einnig sýnt honum áhuga auk Atletico Madrid og Juventus.

Samardzic hefur farið á kostum í yngri flokkum Þýskalands og nokkuð ljóst að tilboð munu berast eftir tímabilið.

Hertha Berlín er í 11. sæti þýsku deildarinnar.
Athugasemdir
banner