Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 25. maí 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Brighton ekki í viðræðum við Shakhtar
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Brighton er ekki í viðræðum við úkraínska félagið Shakhtar um Mykola Matvienko.

Brighton lagði fram 14 milljón punda tilboð í Matvienko í janúar en því tilboði var hafnað.

Matvienko, sem er 27 ára gamall miðvörður, er fastamaður í vörn Shakhtar og úkraínska landsliðsins.

Fjölmiðlar í Úkraínu gáfu það í skyn á dögunum að Brighton væri komið aftur í baráttuna um hann en Fabrizio Romano segir það ekki rétt.

Hann skrifaði undir nýjan samning við félagið í mars og gildir sá samningur til 2027 en Brighton er sem stendur ekki í viðræðum um að fá hann í sumar og hafa í raun engar viðræður átt sér stað síðan í janúar.

Brighton mun spila í Evrópukeppni í fyrsta sinn í sögu félagsins á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner