Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
   mán 25. júlí 2022 22:34
Ívan Guðjón Baldursson
Theódór Elmar: Tvö töpuð stig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Theódór Elmar Bjarnason skoraði sitt fyrsta mark fyrir KR á Íslandsmóti en hann hefur ekki leikið með neinu öðru félagi hér á landi. Theódór hóf ferilinn í Vesturbænum og virðist ætla að enda hann þar eftir að hafa verið erlendis í atvinnumennsku í sautján ár.


Lestu um leikinn: KR 3 -  3 Valur

Theódór skoraði fyrsta mark leiksins í afar fjörugu 3-3 jafntefli í fjandslag gegn Val fyrr í kvöld. KR-ingar tóku forystuna í þrígang en alltaf tókst Völsurum að jafna.

„Maður er alltaf svekktur þegar maður kemst þrisvar sinnum yfir og missir það niður en það var upplyftandi að skapa urmul af færum miðað við hvernig gengið hefur verið," sagði Theódór Elmar að leikslokum.

„Mér fannst léttara yfir mönnum en hefur verið og við vorum aggressívari. Okkur líður eins og þetta séu tvö töpuð stig."

Theódór var ánægður með frammistöðu KR í leiknum þar sem liðið spilaði vel í heilar 90 mínútur í stað þess að eiga einn góðan hálfleik og einn slæman eins og hefur verið að gerast að undanförnu.

Hann var enn ánægðari með mætingu stuðningsmanna og segir að tólfti maðurinn hafi gert mikið fyrir KR-inga í kvöld.

KR er um miðja deild með 18 stig eftir 14 umferðir en Theódór segir að leikmenn liðsins séu ekki á því að gefast upp.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner