Búast við að De Bruyne skrifi undir - Chelsea vill kaupa Trafford - Thiago spilandi aðstoðarþjálfari Barca - PSG býður 100 milljónir fyrir...
Heimir: Vonbrigði að fá ekki meira út úr leiknum
Addi Grétars: Með ólíkindum að Gylfi hafi ekki séð það
Sindri: Viðurkenni að ég beið smá eftir flautinu og ánægjulegt að það kom ekki
Birkir Már: Óþolandi að línuvörðurinn sjái ekki að markvörðurinn ver fyrir utan teig
Helgi Guðjóns: Ég sá þetta sem klárt víti
Arnar Gunnlaugs: Þú getur alveg eins flippað coin til að ákveða hverjir myndu vinna
Jón Þór: Hann hrynur í jörðina eins og hann hafi verið kýldur og nefbrotinn
Kristrún Ýr: þetta er bara klassískt Keflvískt veður
Gregg Ryder: Við gáfum þeim tvö mörk
Ólafur Kristjáns: Annaðhvort skríður þú undir stein og felur þig eða ferð upp á steininn
Davíð Smári: Heilt yfir pínu svekktur að hafa ekki náð að klára þetta
Árni Guðna: Þetta var bara hræðilegt
Arnar Daníel: Það toppar þetta ekkert
Dragan svekktur að vinna ekki einum færri - „Hafi 120% verið mark"
Chris Brazell: Ég held ég þurfi að leggjast niður
Fúsi: Við búum á Íslandi og stundum er rok
Brynjar Björn: Getum viðurkennt að við vorum örlítið heppnir
Haraldur Freyr: Þetta var bardagaleikur
Maggi Már svekktur með spilamennskuna: Strákarnir vita það, við vitum það
Fyrri hálfleikurinn ævintýralega slakur - „Til skammar"
   sun 25. ágúst 2013 20:54
Magnús Þór Jónsson
Ólafur: Nú þurfa menn að girða sig í brók og sýna ákefð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks er ekki sáttur með 2 stig úr ferðalögum sínum á Vesturland síðustu fjóra daga. Eftir frábærar fyrstu 25 mínútur Blika dró aðeins úr sóknarþunga þeirra. Var það þreyta eða eitthvað annað?

"Fæstir ná að stjórna heilum leikjum og skapa öll þessi færi í 90 mínútur (í Pepsideild). Það eru sveiflur í öllum leikjum eins og þessum og mér fannst við koma aftur undir lok leiksins og ég er ósáttur við að nýta ekki þau færi sem við fengum"

"Mér fannst vanta gæði á þessum margumrædda síðasta þriðjungi hvort sem þar var um að ræða sentera, bakverði eða miðjumenn.  Jafntefli duga lítið fyrir okkur og nú þurfa menn að girða sig í brók og fá meiri ákefð og greddu eins og stundum er sagt"

Ólafur vildi minna fréttaritara á að töluvert væri eftir af mótinu þegar hann spurði hvort að ekki væri að miklu að keppa að ná þriðja sætinu í deildinni og þar með Evrópusæti:

"Ég heyri að þú vilt ekki hafa FH og KR í þessu!  Þetta er ennþá fjögra liða barátta og hver er sinnar gæfu smiður."

Nánar er rætt við Ólaf í viðtalinu sem fylgir fréttinni, m.a. um leikjaálagið hjá Breiðablik, fína frammistöðu varnarmanna sinna og framhaldið í deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner