Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum - „Rosa spenntur fyrir næsta tímabili"
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel: Ég er hættur að spila
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
Sá efnilegasti 2025: Við í Vestra þekkjum að spila leiki þar sem allt er undir
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
banner
   sun 25. ágúst 2013 20:54
Magnús Þór Jónsson
Ólafur: Nú þurfa menn að girða sig í brók og sýna ákefð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks er ekki sáttur með 2 stig úr ferðalögum sínum á Vesturland síðustu fjóra daga. Eftir frábærar fyrstu 25 mínútur Blika dró aðeins úr sóknarþunga þeirra. Var það þreyta eða eitthvað annað?

"Fæstir ná að stjórna heilum leikjum og skapa öll þessi færi í 90 mínútur (í Pepsideild). Það eru sveiflur í öllum leikjum eins og þessum og mér fannst við koma aftur undir lok leiksins og ég er ósáttur við að nýta ekki þau færi sem við fengum"

"Mér fannst vanta gæði á þessum margumrædda síðasta þriðjungi hvort sem þar var um að ræða sentera, bakverði eða miðjumenn.  Jafntefli duga lítið fyrir okkur og nú þurfa menn að girða sig í brók og fá meiri ákefð og greddu eins og stundum er sagt"

Ólafur vildi minna fréttaritara á að töluvert væri eftir af mótinu þegar hann spurði hvort að ekki væri að miklu að keppa að ná þriðja sætinu í deildinni og þar með Evrópusæti:

"Ég heyri að þú vilt ekki hafa FH og KR í þessu!  Þetta er ennþá fjögra liða barátta og hver er sinnar gæfu smiður."

Nánar er rætt við Ólaf í viðtalinu sem fylgir fréttinni, m.a. um leikjaálagið hjá Breiðablik, fína frammistöðu varnarmanna sinna og framhaldið í deildinni.
Athugasemdir
banner
banner