Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
banner
   sun 25. ágúst 2019 16:34
Helga Katrín Jónsdóttir
Anna María: Við hefðum þurft að nýta færin betur
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag fór fram 15. umferð í Pepsi-Max deild kvenna og á Kópavogsvelli tók Breiðablik á móti Stjörnunni og unnu verðskuldað 2:0. Anna María, fyrirliði Stjörnunnar, var frekar svekkt í leikslok:

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 Stjarnan

"Svona allt í lagi spilaður leikur hjá okkur fannst mér. Við áttum þó að fá víti þarna í byrjun og það hefði breytt leiknum. Hún fór þarna í Sigrúnu sem datt og þá hefðum við kannski komist í 1:0 en annars hefðum við mátt halda þeim í núllinu aðeins lengur og ekki fá á okkur mark í fyrri hálfleik að mínu mati."

"Svo áttum svona 2-3 góð færi sem við hefðum getað nýtt okkur betur. Það hefði alveg skipt máli."

"Við spiluðum 2 kerfi. Fyrra kerfið 3-5-2  er alveg nýtt fyrir okkur og mér fannst við alveg spila vel í því. Í seinni hálfleik var mikið miðjumoð og ekkert mikið af færum. Við hefðum alveg mátt skapa okkur meira í seinni hálfleik fannst mér. Svo hefðum við bara þurft að nýta færin betur í leiknum."

Næsti leikur liðsins er við Keflavík en sá leikur fer fram 8. september að loknu landsleikjahlé. Hvað þurfa þær að gera til þess að tryggja sér stigin þrjú í þeim leik?

"Þá þurfum við bara að nýta færin fyrst og fremst og halda áfram að vera skipulagðar og þéttar og færa liðið saman upp og bara kannski búa okkur til fleiri færi."

Viðtalið við Önnu má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner