Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   sun 25. ágúst 2019 16:34
Helga Katrín Jónsdóttir
Anna María: Við hefðum þurft að nýta færin betur
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag fór fram 15. umferð í Pepsi-Max deild kvenna og á Kópavogsvelli tók Breiðablik á móti Stjörnunni og unnu verðskuldað 2:0. Anna María, fyrirliði Stjörnunnar, var frekar svekkt í leikslok:

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 Stjarnan

"Svona allt í lagi spilaður leikur hjá okkur fannst mér. Við áttum þó að fá víti þarna í byrjun og það hefði breytt leiknum. Hún fór þarna í Sigrúnu sem datt og þá hefðum við kannski komist í 1:0 en annars hefðum við mátt halda þeim í núllinu aðeins lengur og ekki fá á okkur mark í fyrri hálfleik að mínu mati."

"Svo áttum svona 2-3 góð færi sem við hefðum getað nýtt okkur betur. Það hefði alveg skipt máli."

"Við spiluðum 2 kerfi. Fyrra kerfið 3-5-2  er alveg nýtt fyrir okkur og mér fannst við alveg spila vel í því. Í seinni hálfleik var mikið miðjumoð og ekkert mikið af færum. Við hefðum alveg mátt skapa okkur meira í seinni hálfleik fannst mér. Svo hefðum við bara þurft að nýta færin betur í leiknum."

Næsti leikur liðsins er við Keflavík en sá leikur fer fram 8. september að loknu landsleikjahlé. Hvað þurfa þær að gera til þess að tryggja sér stigin þrjú í þeim leik?

"Þá þurfum við bara að nýta færin fyrst og fremst og halda áfram að vera skipulagðar og þéttar og færa liðið saman upp og bara kannski búa okkur til fleiri færi."

Viðtalið við Önnu má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir