Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   sun 25. ágúst 2019 16:34
Helga Katrín Jónsdóttir
Anna María: Við hefðum þurft að nýta færin betur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag fór fram 15. umferð í Pepsi-Max deild kvenna og á Kópavogsvelli tók Breiðablik á móti Stjörnunni og unnu verðskuldað 2:0. Anna María, fyrirliði Stjörnunnar, var frekar svekkt í leikslok:

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 Stjarnan

"Svona allt í lagi spilaður leikur hjá okkur fannst mér. Við áttum þó að fá víti þarna í byrjun og það hefði breytt leiknum. Hún fór þarna í Sigrúnu sem datt og þá hefðum við kannski komist í 1:0 en annars hefðum við mátt halda þeim í núllinu aðeins lengur og ekki fá á okkur mark í fyrri hálfleik að mínu mati."

"Svo áttum svona 2-3 góð færi sem við hefðum getað nýtt okkur betur. Það hefði alveg skipt máli."

"Við spiluðum 2 kerfi. Fyrra kerfið 3-5-2  er alveg nýtt fyrir okkur og mér fannst við alveg spila vel í því. Í seinni hálfleik var mikið miðjumoð og ekkert mikið af færum. Við hefðum alveg mátt skapa okkur meira í seinni hálfleik fannst mér. Svo hefðum við bara þurft að nýta færin betur í leiknum."

Næsti leikur liðsins er við Keflavík en sá leikur fer fram 8. september að loknu landsleikjahlé. Hvað þurfa þær að gera til þess að tryggja sér stigin þrjú í þeim leik?

"Þá þurfum við bara að nýta færin fyrst og fremst og halda áfram að vera skipulagðar og þéttar og færa liðið saman upp og bara kannski búa okkur til fleiri færi."

Viðtalið við Önnu má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner