Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   sun 25. ágúst 2024 15:20
Stefán Marteinn Ólafsson
Byrjunarlið Vals og Vestra: Albin Skoglund og Gunnar Jónas einu breytingarnar
Albin Skoglund byrjar hjá Val í dag.
Albin Skoglund byrjar hjá Val í dag.
Mynd: Valur

Klukkan 16:15 fer 20.umferð Bestu deildar karla í gang með leik Vals og Vestra á N1 vellinum við Hlíðarenda. 

Heimamenn í Val vonast til þes að halda pressu við toppliðin og dragast ekki neðar í töfluna á meðan gestirnir frá Ísafirði vonast til þess að spyrna sér örlítið frá rauðu línunni og liðunum þar í kring.


Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 Vestri

Valur gerir eina breytingu á sínu liði frá síðasta leik gegn FH en inn kemur Albin Skoglund fyrir Orra Sigurð Ómarsson sem tekur út leikbann.

Vestri gerir þá einnig eina breytingu á sínu liði sem sigraði KR í síðustu umferð en Gunnar Jónas Hauksson kemur inn í liðið fyrir Ibrahima Balde.


Byrjunarlið Valur:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson (f)
6. Bjarni Mark Duffield
8. Jónatan Ingi Jónsson
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
11. Sigurður Egill Lárusson
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
14. Albin Skoglund
15. Hólmar Örn Eyjólfsson (f)
23. Gylfi Þór Sigurðsson (f)

Byrjunarlið Vestri:
30. William Eskelinen (m)
2. Morten Ohlsen Hansen (f)
4. Fatai Gbadamosi
6. Gunnar Jónas Hauksson
11. Benedikt V. Warén
15. Guðmundur Arnar Svavarsson
19. Pétur Bjarnason
22. Elmar Atli Garðarsson (f)
23. Silas Songani
32. Eiður Aron Sigurbjörnsson
40. Gustav Kjeldsen
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner