Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   lau 25. september 2021 17:32
Stefán Marteinn Ólafsson
Brynjar Björn: Við höfum aldrei náð neinum meðbyr á neinum kafla
Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK.
Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK heimsóttu nágranna sína í Breiðablik þegar lokaumferð Pepsi Max deildar karla fór fram í dag.

HK var fyrir umferðina í 10.sæti deildarinnar og með þetta í sínum höndum fyrir lokaumferðina þegar kom að leiknum gegn Blikum. Breiðablik fór hinsvegar með sigur af hólmi og í Keflavík náðu Skagamenn að sigra Keflvíkinga og lyftu sér þar með uppfyrir HK og sendu HK niður í Lengjudeildina.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 HK

„Margt sem við hefðum getað gert betur. Mér fannst svona í fyrri hálfleik var þetta í svona vegferð sem maður bjóst við, Blikarnir voru meira með boltann og við þurftum að aðalega Arnar að taka á honum stóra sínum þarna einusinni tvisvar. Við áttum svona hálffæri og hálfmöguleika þess á milli en eftir að Blikarnir skora fyrsta markið að þá áttum við enga leið tilbaka." Sagði Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK eftir leikinn í dag.

HK eru fallnir eftir leikinn í dag og aðspurður um að líta til baka hvort það væru einhver móment sem hann horfir í hafði Brynjar Björn þetta að segja:
„Já það er hægt að fara yfir það endalaust held ég. Ég held að svona heilt yfir þá held ég að við höfum aldrei náð neinum meðbyr á neinum kafla í mótinu."

Aðspurður um framtíð sína sagðist Brynjar Björn eiga 2 ár eftir af samning sínum við HK.
„Það eru 20 mínútur síðan leikurinn var búin og eina sem ég veit er að ég á enn 2 ár eftir að samning hjá HK og það er bara staðan."

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner