Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
banner
   lau 25. september 2021 17:32
Stefán Marteinn Ólafsson
Brynjar Björn: Við höfum aldrei náð neinum meðbyr á neinum kafla
Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK.
Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK heimsóttu nágranna sína í Breiðablik þegar lokaumferð Pepsi Max deildar karla fór fram í dag.

HK var fyrir umferðina í 10.sæti deildarinnar og með þetta í sínum höndum fyrir lokaumferðina þegar kom að leiknum gegn Blikum. Breiðablik fór hinsvegar með sigur af hólmi og í Keflavík náðu Skagamenn að sigra Keflvíkinga og lyftu sér þar með uppfyrir HK og sendu HK niður í Lengjudeildina.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 HK

„Margt sem við hefðum getað gert betur. Mér fannst svona í fyrri hálfleik var þetta í svona vegferð sem maður bjóst við, Blikarnir voru meira með boltann og við þurftum að aðalega Arnar að taka á honum stóra sínum þarna einusinni tvisvar. Við áttum svona hálffæri og hálfmöguleika þess á milli en eftir að Blikarnir skora fyrsta markið að þá áttum við enga leið tilbaka." Sagði Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK eftir leikinn í dag.

HK eru fallnir eftir leikinn í dag og aðspurður um að líta til baka hvort það væru einhver móment sem hann horfir í hafði Brynjar Björn þetta að segja:
„Já það er hægt að fara yfir það endalaust held ég. Ég held að svona heilt yfir þá held ég að við höfum aldrei náð neinum meðbyr á neinum kafla í mótinu."

Aðspurður um framtíð sína sagðist Brynjar Björn eiga 2 ár eftir af samning sínum við HK.
„Það eru 20 mínútur síðan leikurinn var búin og eina sem ég veit er að ég á enn 2 ár eftir að samning hjá HK og það er bara staðan."

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner