Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   lau 25. september 2021 05:55
Brynjar Ingi Erluson
England í dag - Englandsmeistararnir fara á Stamford Bridge
Chelsea tekur á móti Manchester City
Chelsea tekur á móti Manchester City
Mynd: EPA
Sjö leikir eru á dagskrá í 6. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag en hæst ber að nefna leik Chelsea og Manchester City sem fer fram í hádeginu.

Chelsea hefur ekki enn tapað leik á tímabilinu og er með 13 stig á toppnum ásamt Liverpool. Man City hefur á meðan unnið þrjá, gert eitt jafntefli og tapað einum en liðið er með 10 stig í 5. sæti.

Manchester United spilar þá við Aston Villa á Old Trafford. Liðið hefur byrjað tímabilið vel í deildinni en hefur þó mátt sætt siga við tap í deildabikarnum og Meistaradeildinni. Cristiano Ronaldo snýr væntanlega aftur í lið United fyrir þennan leik.

Everton spilar við Norwich á Goodison Park og þá heimsækir West Ham lið Leeds á Elland Road. Jóhann Berg Guðmundsson verður væntanlega í eldlínunni er Burnley kíkir á King Power-leikvanginn og spilar við Leicester.

Nýliðar Watford mæta Newcastle áður en Jürgen Klopp og lærisveinar hans í Liverpool heimsækja nýliða Brentford í lokaleik dagsins.

Leikir dagsins:
11:30 Chelsea - Man City
11:30 Man Utd - Aston Villa
14:00 Everton - Norwich
14:00 Leeds - West Ham
14:00 Leicester - Burnley
14:00 Watford - Newcastle
16:30 Brentford - Liverpool
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner