Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 25. september 2021 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telur að ÍA geti alveg eins verið í titilbaráttu næsta sumar
Ísak Snær Þorvaldsson.
Ísak Snær Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Snær Þorvaldsson, miðjumaður ÍA, var gífurlega sáttur eftir 3-2 sigur liðsins á Keflavík í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar í dag.

Skagamenn lentu 2-0 undir á 63. mínútu, en 12 mínútum síðar voru gestirnir af Akranesi komnir í forystu. Magnaður viðsnúningur.

„Ég er orðlaus. Þetta er bara karakterinn, við gefumst ekki upp fyrr en dómarinn er búinn að flauta leikinn af. Það sást þegar við lentum tveimur mörkum undir þá kviknaði aðeins í okkur og þegar stuðningurinn er svona þá erum við 13 inn á vellinum," sagði Ísak við Vísi eftir leikinn í dag.

Hann var svo nokkuð stóryrtur.

„Ég vil fá þetta aftur í bikarnum. Þetta á að vera svona í öllum leikjum, ekki bara í síðustu leikjunum. Ef við spilum svona eins og við gerðum í dag þá getum við alveg eins verið með í baráttunni um titillinn næsta sumar. Þetta var geggjaður leikur fannst mér. Allir strákarnir voru tilbúnir að berjast fyrir hvorn annan."

Verður Ísak áfram á Skaganum?
Það er spurning hvort Ísak verði áfram hjá ÍA. Hann er á láni frá enska úrvalsdeildarfélaginu Norwich. Það er ólíklegt að framtíð hans verði þar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner