Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 25. september 2022 10:40
Ívan Guðjón Baldursson
Ballack hefur trú á að Union Berlin geti unnið titilinn
Mynd: Getty Images
Michael Ballack er goðsögn í fótboltaheiminum og starfar í dag sem fótboltasérfræðingur hjá ESPN. Ballack var lykilmaður hjá FC Bayern og þýska landsliðinu á sínum tíma og bar fyrirliðabandið hjá Þýskalandi. Þegar hann var seldur til Chelsea varð hann þriðji fyrirliði þar eftir John Terry og Frank Lampard. 

Ballack fylgist náið með þýska boltanum og er spenntur fyrir spútnik liði Union Berlin sem er á toppi efstu deildar með 17 stig eftir 7 umferðir, tveimur stigum meira en Borussia Dortmund og fimm stigum meira en FC Bayern sem hefur farið furðu hægt af stað.

„Af hverju ætti Union Berlin ekki að geta unnið deildina? Það er allt mögulegt í fótbolta, fortíðin hefur sýnt okkur það. Ég upplifði þetta með Kaiserslautern 1998 þegar við unnum deildina óvænt. Þetta gerðist líka þegar Leicester kom öllum að óvörum og vann ensku úrvalsdeildina," sagði Ballack.

„Það er ekki hægt að búast við að Union vinni titilinn, sérstaklega ekki þegar FC Bayern er í deildinni, en það er möguleiki. Það er ekki bannað að dreyma. Þeir spila góðan fótbolta, þeir blanda sóknarþenkjandi leikstíl við mikinn líkamsstyrk og eru grimmir í öllum návígum - þetta þarf ekki alltaf að vera Tiki-Taka. Þetta er lið sem er með frábært hugarfar og gríðarlega flotta stuðningsmenn."

Union Berlin komst upp í efstu deild fyrir þremur árum og er því á sínu fjórða tímabili. Nýliðarnir reyndust strax spútnik lið og enduðu í ellefta sæti á sínu fyrsta tímabili. Þeir náðu sjöunda sæti 2020-21 og á síðustu leiktíð enduðu þeir í fimmta sæti. Þeir taka því þátt í Evrópudeildinni í haust og eru þar í riðli með Braga, Saint-Gilloise og Malmö.

„Berlínarliðið hefur átt mjög góð ár og virðist bæta sig með hverju tímabilinu. Urs Fischer er topp þjálfari sem passar fullkomlega inn í kerfið hjá Union Berlin - eins og hönd í hanska."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner