
Íslenska landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir og stöllur hennar í West Ham töpuðu fyrir Manchester United, 2-0, í WSL-deildinni á Englandi í dag.
Dagný, sem er fyrirliði West Ham, var að sjálfsögðu í byrjunarliði enska liðsins.
West Ham byrjaði tímabilið með því að vinna Everton, 1-0, en liðið tapaði sínum fyrsta leik í dag er Manchester United kom í heimsókn.
Dagný fór af velli þegar sex mínútur voru eftir. Lucia Garcia og Hannah Blundell gerðu mörk Man Utd sem hefur unnið báða leiki sína í deildinni en West Ham er með þrjú stig.
Næsti leikur West Ham er gegn sterku liði Chelsea á miðvikudag.
Athugasemdir