Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 25. september 2022 21:30
Brynjar Ingi Erluson
Juventus vildi ekki skipta á De Ligt og Kante
N'golo Kante gat farið til Juventus í janúar
N'golo Kante gat farið til Juventus í janúar
Mynd: EPA
Ítalska félaginu Juventus bauðst að fá N'golo Kante í skiptum fyrir Matthijs de Ligt í janúar en félagið hafnaði boðinu. Þetta kemur fram í nokkrum miðlum í dag.

Chelsea vildi fá De Ligt í janúarglugganum og lagði því til að Kante færi í hina áttina.

Kante hefði verið sterk viðbót við miðjuna hjá Juventus, sem var þó ekki til í skiptin.

De Ligt endaði á að yfirgefa Juventus en hann gekk í raðir Bayern München í sumar fyrir 77 milljónir evra.

Framtíð Kante hjá Chelsea er í mikilli óvissu. Samningur hans gildir út tímabilið, en hann hefur aðeins spilað tvo leiki fyrir liðið á tímabilinu.

Það er alla vega ljóst að Juventus væri betur sett með Kante í liðinu en Massimo Allegri, þjálfari ítalska félagsins, hefur þurft að byrja með hinn 19 ára gamla Fabio Miretti á miðsvæðinu vegna manneklu. Juventus er í 8. sæti Seríu A og þá tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í Meistaradeild Evrópu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner