Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 25. september 2022 08:40
Ívan Guðjón Baldursson
Robertson dreymir um að spila fyrir Celtic
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Andy Robertson, vinstri bakvörður Liverpool, ólst upp hjá Celtic og dreymir um að spila fyrir félagið.


Robertson var hjá Celtic sem barn en þótti ekki nógu góður og færði sig því um set fimmtán ára gamall, árið 2009, og hefur ekki snúið aftur síðan. Hann er í dag álitinn meðal bestu vinstri bakvarða heims og er 28 ára gamall fyrirliði skoska landsliðsins.

„Ég ímynda mér að ég sé að spila fyrir Celtic í hvert skipti sem ég sé þá keppa. Ég er stuðningsmaður Celtic og það hefur alltaf verið draumur að spila á troðfullum Celtic Park," segir Robertson.

„Ég vildi alltaf gefa Celtic bestu ár ferilsins en eins og staðan er í dag þá vil ég frekar spila áfram í hæsta gæðaflokki á meðan ég get. Þegar tíminn er réttur gæti ég farið til Celtic, en ég vil ekki fara þangað sem 34 eða 35 ára gamall karl sem getur ekki hreyft sig. Ég myndi fá að heyra það óþvegið frá frændfólki mínu!

„Ég er náungi sem lifir í núinu. Ég horfi ekki of langt fram í tímann og sárasjaldan afturábak. Tíminn mun leiða í ljós hvað gerist."


Athugasemdir
banner
banner
banner