Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 25. september 2022 21:50
Brynjar Ingi Erluson
Salah mætir úthvíldur í leikinn gegn Brighton
Mohamed Salah
Mohamed Salah
Mynd: Getty Images
Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, mætir úthvíldur í leik liðsins við Brighton næstu helgi, en mun ekki spila síðari leik Egyptalands í landsleikjatörninni.

Salah, sem skoraði tvö mörk fyrir Egypta í 3-0 sigri á Níger á dögunum, verður ekki með liðinu í leik liðsins gegn Líberíu á morgun, en Rui Vitoria, þjálfari Egypta, hefur ákveðið að hvíla hann í þeim leik en hann greindi frá ákvörðun sinni í dag.

Hann snýr því aftur til Liverpool og ætti því að mæta úthvíldur í næsta deildarleik enska liðsins sem er gegn Brighton á laugardag.

Salah hefur ekki skorað í síðustu þremur deildarleikjum Liverpool og er aðeins með tvö mörk úr fyrstu sex leikjunum.

Stuðningsmenn Liverpool binda miklar vonir við að hann fari að raða inn mörkum eins og hann hefur verið duglegur að gera síðustu ár, en hann hefur þrisvar sinnum unnið gullskó deildarinnar frá því hann kom frá Roma fyrir fimm árum.
Athugasemdir
banner
banner
banner