sun 25. september 2022 11:20
Ívan Guðjón Baldursson
Sveinn Þór ráðinn til Víðis (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Knattspyrnufélagið Víðir er búið að ráða Svein Þór Steingrímsson til starfa. Hann mun þjálfa meistaraflokk félagsins næstu tvö árin.


Sveinn Þór, betur þekktur sem Svenni, hefur stýrt Magna síðustu ár en var látinn fara um miðjan júlí eftir slæmt gengi í sumar þar sem Magni féll úr 2. deild.

Fyrir það var Svenni aðalþjálfari hjá Dalvík/Reyni og stýrði félaginu til sigurs í 3. deild. Þá hefur hann einnig starfað sem aðstoðarþjálfari hjá KA í efstu deild og býr yfir reynslu úr næstefstu deild eftir ferðalag sitt með Magna.

Hann er með BSc gráðu í íþróttafræðum og KSÍ A þjálfaragráðu.

„Okkur hlakkar til samstarfsins og óskum honum góðs gengis á næstu árum með Víði," segir meðal annars í yfirlýsingu frá Víði.

„Við viljum þakka fráfarandi þjálfurum, þeim Arnari Smárasyni og Sigurði Elíassyni fyrir gott samstarf síðustu tvö ár og óskum þeim velfarnaðar í nýjum verkefnum."


Athugasemdir
banner
banner
banner