Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 25. september 2022 20:55
Brynjar Ingi Erluson
Þjóðadeildin: Holland og Króatía í úrslit - Frakkar töpuðu fyrir Dönum
Christian Eriksen og Kasper Dolberg fagna fyrsta markinu gegn Frökkum
Christian Eriksen og Kasper Dolberg fagna fyrsta markinu gegn Frökkum
Mynd: EPA
Virgil van Dijk sendi Hollendinga í úrslit
Virgil van Dijk sendi Hollendinga í úrslit
Mynd: EPA
Króatar fara í úrslit með Hollendingum
Króatar fara í úrslit með Hollendingum
Mynd: EPA
Króatía og Holland munu spila í úrslitakeppni A-deildar Þjóðadeildarinnar eftir góða sigra í kvöld en Frakkar töpuðu þriðja leik sínum í keppninni og voru í raun heppnir að falla ekki niður um deild.

Frakkar stilltu upp fremur óreyndri vörn gegn Dönum. Dayot Upamecano, William Saliba og Benoit Badiashile voru í þriggja manna varnarlínu.

Didier Deschamps, þjálfari Frakklands, vildi prufukeyra nokkra leikmenn og sjá hverjir ættu erindi á HM í Katar. Sú tilraun heppnaðist ekkert sérlega vel.

Kasper Dolberg kom Dönum yfir á 34. mínútu eftir fyrirgjöf Mikkel Damsgaard og fimm mínútum síðar tvöfaldaði Andreas Olsen forystuna með góðu skoti eftir sendingu frá Thomas Delaney.

Góður sigur Danmerkur sem hafnar í 2. sæti riðilsins með 12 stig, einu stigi á eftir Króatíu sem vann Austurríki 3-1. Frakkar á meðan með 5 stig, en sleppa við fall þar sem Austurríki endaði með 4 stig.

Hollendingar fara þá í úrslitin með Króötum eftir að hafa unnið 1-0 sigur á Belgíu. Virgil van Dijk stangaði boltann í netið tæpum tuttugu mínútum fyrir leikslok eftir hornspyrnu og þar við sat.

Holland tekur toppsætið með 16 stig, sex stigum meira en Belgía sem er í öðru sæti. Wales er fallið niður í B-deildina. Þá eiga tvö lið eftir að bætast við úrslitin en Ungverjaland og Portúgal leiða þá baráttu.

Það voru heldur betur óvænt úrslit í C-deildinni. Nágrannar okkar í Færeyjum unnu Tyrki, 2-1. Færeyingar komust í 2-0 snemma í síðari hálfleik áður en gestirnir minnkuðu muninn undir lokin.

Úrslit og markaskorarar:

A-deild:

Austurríki 1 - 3 Króatía
0-1 Luka Modric ('6 )
1-1 Christoph Baumgartner ('9 )
1-2 Marko Livaja ('69 )
1-3 Dejan Lovren ('72 )

Danmörk 2 - 0 Frakkland
1-0 Kasper Dolberg ('34 )
2-0 Andreas Olsen ('39 )

Holland 1 - 0 Belgía
1-0 Virgil van Dijk ('73 )

Wales 0 - 1 Pólland
0-1 Karol Swiderski ('58 )

C-deild:

Slóvakía 1 - 1 Hvíta-Rússland
0-1 Ivan Bakhar ('45 )
1-1 Adam Zrelak ('65 )

Azerbaijan 3 - 0 Kasakstan
1-0 Alexandr Marochkin ('67 , sjálfsmark)
2-0 Filip Ozobic ('74 )
3-0 Anatoli Nuriev ('90 )
Rautt spjald: Nuraly Alip, Kazakhstan ('35)

Færeyjar 2 - 1 Tyrkland
1-0 Viljornur Davidsen ('53 )
2-0 Joan Simun Edmundsson ('59 )
2-1 Serdar Gurler ('89 )

Lúxemborg 1 - 0 Litháen
Athugasemdir
banner
banner