sun 25. september 2022 15:14
Ívan Guðjón Baldursson
Þjóðadeildin: Lettar tryggðu sig upp um deild
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Lettland var rétt í þessu að tryggja sig upp um deild í Þjóðadeildinni eftir 1-1 jafntefli í Andorra. Liðið er komið upp í C-deildina.


Lettar tóku forystuna í upphafi síðari hálfleiks og komust heimamenn nokkrum sinnum nálægt því að jafna áður en Albert Rosas setti boltann loks í netið á 88. mínútu.

Lettland lýkur keppni með 13 stig eftir 6 umferðir á meðan Andorra er með 8 stig.

Moldóva var næstum búið að stela toppsætinu af Lettum en þeir þurftu að treysta á sigur Andorra sem kom ekki. 

Moldóva lagði stigalaust botnlið Liechtenstein að velli og jafnaði Letta þannig á stigum en gekk verr í innbyrðisviðureignum.

Heimamenn í Moldóvu stjórnuðu leiknum gegn smáþjóð Liechtenstein en tókst ekki að skora fyrr en í uppbótartíma. Victor Stina setti tvennu í uppbótartímanum en fékk ekki markið sem hann óskaði sér í Andorru.

Andorra 1 - 1 Lettland
0-1 Vladislavs Gutkovskis ('50)
1-1 Albert Rosas ('88)

Moldóva 2 - 0 Liechtenstein
1-0 Victor Stina ('92)
2-0 Victor Stina ('94)


Athugasemdir
banner
banner
banner