Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 25. september 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Þór/KA vann bæði efstu og næstefstu deild í 3. flokki
Mynd: Þór/KA

Stelpurnar í 3. flokki Þórs/KA eru þær langbestu á landinu og rúlluðu yfir Íslandsmótið í sumar þegar skoðuð eru heildarstig en áttu þó í hættu á að missa af toppsætinu vegna lotukerfisins sem er við lýði í ýmsum keppnum í yngri flokkum.


Þór/KA vann 17 leiki, gerði eitt jafntefli og tapaði einum í sumar og sendi B-liðið sitt til leiks í næstefstu deild í A-liða keppni.

B-lið akureyrsku stelpnanna kom, sá og sigraði í næstefstu deild og tryggði sér þar með sæti í efstu deild á næstu leiktíð. Það verða því tvö lið frá Akureyri í efstu deild.

Þór/KA vann einnig bikarinn og vinnur því þrefalt í 3. flokki kvenna, með tveimur mismunandi A-liðum.

Þór/KA tryggði sér toppsætið með 4-1 sigri gegn Haukum í lokaumferðinni. B-liðið vann næstefstu deild eftir 2-2 jafntefli við ÍBV í lokaumferðinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner