Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
banner
   mið 25. október 2023 23:05
Hafliði Breiðfjörð
Þórir Guðjónsson hættur í Fram (Staðfest)
Þórir í leik með Fram í sumar.
Þórir í leik með Fram í sumar.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Framarar staðfestu á Instagram í kvöld að Þórir Guðjónsson sé hættur hjá félaginu.

Þórir sem er 32 ára gamall er uppalinn hjá Fram en hefur þó einnig spilað með Val, Breiðabliki, Fjölni og Leikni hér á landi.

Hann spilaði 18 leiki með Fram í Bestu-deildinni í sumar og skoraði eitt mark.

Hann gekk síðast í raðir Fram frá Breiðabliki fyrir tímabilið 2020 og var oftast framherji þó hann hafi fengið að spreyta sig sem miðvörður hjá liðinu.

Samningur hans við Fram rann út í lok tímabilsins og nú er ljóst að hann verður ekki endurnýjaður.

Fyrr í dag tilkynnti Fram að Rúnar Kristinsson hafi verið ráðinn þjálfari liðsins.


Athugasemdir