Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 26. janúar 2022 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Gosens fer ekki til Newcastle - Semur við Inter
Robin Gosens ætlar að vera áfram á Ítalíu
Robin Gosens ætlar að vera áfram á Ítalíu
Mynd: EPA
Þýski landsliðsmaðurinn Robin Gosens hefur ákveðið að velja Inter framyfir Newcastle United en þetta herma heimildir Goal.com.

Sky Italia greindi frá því í síðustu viku að Newcastle væri búið að ná samkomulagi við Gosens um að ganga til liðs við félagið frá Atalanta og hann myndi gera þriggja og hálfs árs samning.

Gosens vill þó heldur vera áfram á Ítalíu og er Inter búið að ná saman við Atalanta um að fá vinsti vængmanninn á láni út tímabilið og kaupir hann svo fyrir 25 milljónir evra í sumar.

Newcastle er reiðubúið að greiða honum 3,5 milljónir evra í árslaun en Gosens ætlar frekar að samþykkja 2,6 milljónir evra frá Inter og spila áfram í Seríu A.

Þetta er enn eitt bakslagið fyrir Newcastle en Sevilla ætlar ekki að selja Diego Carlos til félagsins í janúarglugganum. Newcastle hefur aðeins sótt þá Chris Wood og Kieran Trippier til þessa þegar fimm daga eru eftir af glugganum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner