Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
   mið 26. janúar 2022 12:10
Elvar Geir Magnússon
Viggó skoraði tvö í síðasta fótboltaleik sínum 2014: Ákvað að byrja aftur í handboltanum
Icelandair
Viggó með landsliðinu á EM í Ungverjalandi.
Viggó með landsliðinu á EM í Ungverjalandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í spilaranum hér að ofan má sjá gamalt viðtal við Seltirninginn Viggó Kristjánsson, landsliðsmann í handbolta, sem tekið var eftir hans síðasta fótboltaleik á ferlinum 2014.

Viggó var tvítugur og tók þá ákvörðun að einbeita sér að handboltanum. Hann er núna atvinnumaður með Stuttgart í Þýskalandi og er í eldlínunni með íslenska handboltalandsliðinu sem hefur verið að gera frábæra hluti á EM þrátt fyrir erfiðar aðstæður.

Viggó skoraði tvö mörk fyrir uppeldisfélag sitt Gróttu gegn Aftureldingu í 2. deildinni í fótbolta í 4-1 sigri þann 13. september. Það reyndist hans síðasti fótboltaleikur.

„Ég tók ákvörðun að byrja aftur í handboltanum og fyrsti leikur þar er eftir viku. Ég get loksins farið að sleppa einhverjum fótboltaleikjum," sagði Viggó sem hjálpaði Gróttu að komast upp um deild þetta tímabil. Skoraði ellefu mörk í tuttugu leikjum.

Þess má geta að Gunnar Birgisson, sem er einn af lýsendum RÚV frá leikjum Evrópumótsins, tók viðtalið fyrir Fótbolta.net 2014.

Viggó, sem er í dag 28 ára, var á sínum tíma mikið efni bæði í fótbolta og handbolta. Hann byrjaði ungur að spila fyrir meistaraflokk Gróttu og lék átta leiki fyrir yngri landslið Íslands í fótbolta. Um tíma hætti hann í handboltanum og lék eitt tímabil í efstu deild í fótboltanum. 2013 lék hann tólf leiki fyrir Breiðablik í Pepsi deildinni.

Viggó verður í eldlínunni með handboltalandsliðinu sem mætir Svartfjallalandi klukkan 14:30 en íslenska liðið vonast til að komast í undanúrslit Evrópumótsins.
Athugasemdir
banner
banner