Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 26. janúar 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Grindavík fær bandarískan miðjumann (Staðfest)
Mynd: UMFG
Knattspyrnudeild Grindavíkur tilkynnti nýjan leikmann á samfélagsmiðlum í gær en bandaríska fótboltakonan Arianna Veland er komin til félagsins og mun spila með liðinu á komandi tímabili.

Veland er 24 ára gömul og spilar stöðu miðjumanns. Hún skoraði 9 mörk í 25 leikjum með sænska B-deildarliðin Möron BK árið 2021 en hún hefur einnig spilað fyrir Wurzburger Kickers í Þýskalandi.

Bandaríska fótboltakonan hefur gert samning við Grindavík um að spila með liðinu í sumar en þetta er góð viðbót við hópinn.

„Ég er mjög spennt fyrir því að ganga til liðs við Grindavík. Ég bind vonir við að vera mikilvægur leikmaður hjá Grindavík á komandi tímabili og hjálpa liðinu á ná markmiðum sínum. Ég er jafnframt mjög spennt að kynnast Íslendingum og íslenskri menningu,“ sagði Veland við undirskrift.

Veland mun koma til Íslands í febrúar og verður því komin með leikheimild fyrir fyrsta leik liðsins í Lengjubikarnum.

„Ég er afar glaður að Arianna hafi ákveðið að ganga til liðs við okkur. Þarna er á ferðinni leikmaður sem á að styrkja okkar unga en efnilega lið mikið. Arianna er kraftmikill miðjumaður og öflugur skotmaður,“ sagði Anton Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindavíkur um Veland.
Athugasemdir
banner
banner
banner