Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 26. apríl 2019 08:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Balotelli útskýrir hælspyrnu sem hann tók í stað þess að skora í æfingaleik með City
Mynd: Getty Images
Árið 2011 lék Manchester City æfingaleik gegn LA Galaxy. Mario Balotelli fékk mjög gott tækifæri til að auka við 1-0 forystu sem City hafði á þeim tímapunkti sem Balotelli fékk dauðafæri.

Í stað þess að skjóta á markið tók Balotelli snúning með boltann og skaut svo með lélegri hælspyrnu fram hjá marki LA Galaxy.

Roberto Mancini, þáverandi stjóri City, brjálaðist í kjölfarið og tók Balotelli út af og setti James Milner inn á í hans stað.

Í gær setti 433 á Instagram inn færslu á instagram sem rifjaði upp atvikið. Balotelli svaraði þar og sagðist hafa heyrt flaut og hélt að hann hafði verið rangstæður.

Atvikið má sjá hér að neðan sem og svar Balotelli sem má sjá með því að smella myndina hjá 433.




View this post on Instagram

When Super Mario did this 😁🔄 @mls

A post shared by 433 (@433) on



Athugasemdir
banner
banner