Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   sun 26. maí 2024 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Scholes: Mainoo er tíu sinnum betri en ég var

Paul Scholes fyrrum miðjumaður Manchester United gefur ekkert fyrir samanburð milli hans og Kobbie Mainoo vonarstjörnu liðsins í dag.


Mainoo skoraði sigurmark United í 2-1 sigri á City í úrslitum enska bikarsins í gær. Scholes tjáði sig um samanburðinn á samfélagsmiðlum eftir leikinn.

„Ekki eyða tímanum ykkar að bera mig og Kobbie Mainoo saman. Hann er tíu sinnum betri en ég var þegar ég var 19 ára," skrifaði Scholes.

„Ég elska hvernig hann tekur á móti boltanum, rólegur, meðvitaður um hvað er í kringum sig og skorar mikilvæg mörk í mikilvægum leikjum. Hann er sérstakur."


Athugasemdir
banner
banner
banner